Bæjarráð Fjallabyggðar

896. fundur 30. október 2025 kl. 08:15 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2026.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027 - 2029 til fyrri umræðu í bæjarstjórn og leggur áherslu á að drögin fari til umfjöllunar hjá forstöðumönnum stofnanna og viðkomandi nefnda sem allra fyrst.

2.Framkvæmdaáætlun 2025

Málsnúmer 2412015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á kostnaði við helstu framkvæmdir ársins 2025 sem annað hvort er lokið eða þeim er að ljúka.
Ýmsar framkvæmdir eru vel undir áætluðum kostnaði en hins vegar eru nokkrar stórar framkvæmdir yfir áætlun. Mikilvægt er við vinnu framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2026 að hönnunarkostnaður fylgi öllum kostnaðaráætlunum og að framkvæmdum fylgi jafnframt áætlun um framkvæmdatíma.

3.Rekstur skíðasvæðis í Skarðsdal

Málsnúmer 2510036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um áhugasama aðila um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal í samræmi við auglýsingu. Þrír aðilar sýndu verkefninu áhuga, einn þeirra ákvað að draga umsókn til baka og annar hefur enga reynslu af slíkum rekstri né umráð yfir starfsmönnum. Eftir stendur áhugi þess aðila sem samið var við á síðasta tímabili, L7.
Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um áhugasama aðila samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við L7 um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal fyrir tímabilið 2025-2026 og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samnings með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar þess efnis á forsendum fyrirliggjandi gagna.

4.Gangstéttaframkvæmdir 2026 - útboð

Málsnúmer 2510078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga sviðsstjóra framkvæmdasviðs að framkvæmdum við gangstéttir í Fjallabyggð á árinu 2026 auk tillögu að útfærslu á ósk um verðtilboð í verkið.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar framkomnum tillögum sviðsstjóra og felur framkvæmdasviði að útfæra gögn þannig að hægt verði að leita verðtilboða í verkið sem fyrst og þá hefja framkvæmdir snemma næsta vor.

5.Stækkun leikskólans Leikhóla í Ólafsfirði - erindi frá foreldrafélagi

Málsnúmer 2510069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá foreldrafélagi Leikhóla þar sem því er beint til bæjarstjórnar Fjallabyggðar að stækka Leikhóla á Ólafsfirði en þegar er húsnæðið komið að þolmörkum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð tekur undir þær áhyggjur um plássleysi í Leikhólum sem fram koma í bréfi foreldrafélagsins og leggur áherslu á að framkvæmdasvið leggi fram tillögur að lausnum sem fyrst þannig að hægt verði að bregðast við því ástandi sem blasir við. Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.Beiðni um upplýsingar um kostnað vegna endurbóta á Sundhöll Siglufjarðar 2025

Málsnúmer 2510074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Elís Hólm Þórðarsyni þar sem óskað er upplýsinga um kostnað vegna endurbóta á Sundhöll Siglufjarðar, helstu verkliðum, framkvæmdatíma og fleira.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi gögn en ljóst er að framkvæmdakostnaður fór um 6% fram úr tilboði vegna aukaverka auk þess sem framkvæmdatími lengdist verulega vegna þessara aukaverka. Á fundi bæjarráðs þann 30.maí s.l. var tekið tilboði K16 að upphæð kr. 156.541.600 sem var um 21% yfir kostnaðaráætlun verksins sem var 129.594.815. Við tilboð K16 bættust auk þess við aukaverk vegna ástands á þaki á vesturhlið. Framkvæmdakostnaður nú stendur í um 167 milljónum króna sem er 10 milljónum yfir tilboði K16 en auk þess er í verkinu hönnunarkostnaður sem bætist ofan á og er því heildarkostnaður um 171 milljónir króna samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Samhliða verkinu var jafnframt sinnt nauðsynlegu viðhaldi svosem málun á laugarrýminu.

7.Beiðni um gjaldfrjáls afnot

Málsnúmer 2510073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborgar, um frí afnot af íþróttasal Grunnskólans við Norðurgötu vegna æfinga yngstu iðkenda á gönguskíðum. Áætlaður kostnaður er um 250 þúsund krónur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir afnot SSS af íþróttasal grunnskólans og veitir til þess styrk að upphæð kr. 250.000 sem gjaldfærist á styrki til íþróttamála.

8.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Hornbrekka

Málsnúmer 2510072Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga á Hornbrekku í tilefni Kráarkvölds sem fyrirhugað er 5.nóvember n.k.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

9.Möguleiki á heildarsamningi við STEF

Málsnúmer 2510062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort Sambandið skuli vinna að heildarsamningi við STEF fyrir hönd Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð er fylgjandi því að Samband íslenskra sveitarfélaga vinni að heildarsamningi sveitarfélaga við STEF og felur bæjarstjóra að koma þeirri afstöðu á framfæri.

10.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Nefnda - og greiningarsvið Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

11.Halli á rekstri sveitarfélaga - pistill frá Sögu Guðmundsdóttur

Málsnúmer 2510061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur pistill frá aðalhagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um afkomu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

12.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl frá tveimur fundum skipulags - og framkvæmdasviðs.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, markaðs- og menningarnefndar, fræðslu- og frístundanefndar og framkvæmda-, hafna- og veitunefndar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:45.