Rekstur skíðasvæðis í Skarðsdal

Málsnúmer 2510036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 893. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggur vinnuskjal vegna reksturs skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði veturinn 2025-2026.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram að teknu tilliti til þeirra sérstöku aðstæðna sem myndast hafa vegna slita Leyningsáss og nýsamþykktra innkaupareglna sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 896. fundur - 30.10.2025

Fyrir liggja upplýsingar um áhugasama aðila um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal í samræmi við auglýsingu. Þrír aðilar sýndu verkefninu áhuga, einn þeirra ákvað að draga umsókn til baka og annar hefur enga reynslu af slíkum rekstri né umráð yfir starfsmönnum. Eftir stendur áhugi þess aðila sem samið var við á síðasta tímabili, L7.
Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um áhugasama aðila samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við L7 um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal fyrir tímabilið 2025-2026 og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samnings með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar þess efnis á forsendum fyrirliggjandi gagna.