Beiðni um upplýsingar um kostnað vegna endurbóta á Sundhöll Siglufjarðar 2025

Málsnúmer 2510074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 896. fundur - 30.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Elís Hólm Þórðarsyni þar sem óskað er upplýsinga um kostnað vegna endurbóta á Sundhöll Siglufjarðar, helstu verkliðum, framkvæmdatíma og fleira.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi gögn en ljóst er að framkvæmdakostnaður fór um 6% fram úr tilboði vegna aukaverka auk þess sem framkvæmdatími lengdist verulega vegna þessara aukaverka. Á fundi bæjarráðs þann 30.maí s.l. var tekið tilboði K16 að upphæð kr. 156.541.600 sem var um 21% yfir kostnaðaráætlun verksins sem var 129.594.815. Við tilboð K16 bættust auk þess við aukaverk vegna ástands á þaki á vesturhlið. Framkvæmdakostnaður nú stendur í um 167 milljónum króna sem er 10 milljónum yfir tilboði K16 en auk þess er í verkinu hönnunarkostnaður sem bætist ofan á og er því heildarkostnaður um 171 milljónir króna samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Samhliða verkinu var jafnframt sinnt nauðsynlegu viðhaldi svosem málun á laugarrýminu.