Stækkun leikskólans Leikhóla í Ólafsfirði - erindi frá foreldrafélagi

Málsnúmer 2510069

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 155. fundur - 27.10.2025

Erindi frá foreldarfélagi Leikhóla.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur áherslu á fyrri afgreiðslu vegna sama máls og ítrekar nauðsyn þess að úr húsnæðisvanda Leikhóla verði leyst.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 896. fundur - 30.10.2025

Fyrir liggur erindi frá foreldrafélagi Leikhóla þar sem því er beint til bæjarstjórnar Fjallabyggðar að stækka Leikhóla á Ólafsfirði en þegar er húsnæðið komið að þolmörkum.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð tekur undir þær áhyggjur um plássleysi í Leikhólum sem fram koma í bréfi foreldrafélagsins og leggur áherslu á að framkvæmdasvið leggi fram tillögur að lausnum sem fyrst þannig að hægt verði að bregðast við því ástandi sem blasir við. Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.