Möguleiki á heildarsamningi við STEF

Málsnúmer 2510062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 896. fundur - 30.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort Sambandið skuli vinna að heildarsamningi við STEF fyrir hönd Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð er fylgjandi því að Samband íslenskra sveitarfélaga vinni að heildarsamningi sveitarfélaga við STEF og felur bæjarstjóra að koma þeirri afstöðu á framfæri.