Bæjarráð Fjallabyggðar

882. fundur 03. júlí 2025 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Hitaveitumál í Ólafsfirði

Málsnúmer 2401052Vakta málsnúmer

Á fundinn eru mættir Eyþór Björnsson og Hörður Hafliði Tryggvason frá Norðurorku og fóru þeir yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við borun holu í Ólafsfirði nýverið. Borun hefur verið hætt á þeim stað (hola ÓB-19) en markmiðið var að finna nýja vinnsluholu fyrir hitaveituna. Gerð var grein fyrir næstu skrefum varðandi hitaveituna en nú verður unnið úr gögnum og að þeirri vinnu lokinni verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fulltrúum Norðurorku fyrir komuna á fundinn og upplýsingarnar. Bæjarráð leggur áherslu á að rannsóknum verði haldið áfram og þeim fylgt eftir þannig að frekari upplýsingar liggi fyrir um næstu skref á komandi hausti.

2.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 2405026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á rekstrarstöðu málaflokka í samanburði við fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2025.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóri fór yfir samantekt á rekstrarstöðu málaflokka í samanburði við áætlun málaflokksins fyrir árið 2025 og skýrði út frávik. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja til drög að breytingatillögum á rekstraráætlun málaflokka ef þörf er á.

3.Starfsmannahandbók Fjallabyggðar

Málsnúmer 2504015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn í starfsmannahandbók Fjallabyggðar sem er hluti af mannauðsstefnu sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 27.mars s.l. Um er að ræða jafnlaunastefnu, persónuverndarstefnu, viðmiðunarreglur um launað og ólaunað leyfi auk gátlista fyrir móttöku nýrra starfsmanna hjá Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi jafnlaunastefnu, persónuverndarstefnu, viðmiðunarreglur um launað og ólaunað leyfi ásamt gátlista fyrir móttöku nýrra starfsmanna og felur bæjarstjóra að birta í starfsmannahandbók á heimasíðu Fjallabyggðar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að kynna efni starfsmannahandbókar meðal forstöðumanna stofnanna.

4.Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2504021Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar skulu laun fyrir störf í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum reiknuð sem hlutfall af þingfararkaupi hverju sinni. Þingfararkaup skal hækka um 5,6% þann 1.júlí skv. ákvörðun kjararáðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fella niður áður samþykkta hækkun launa fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar og verða laun því óbreytt þrátt fyrir hækkun á þingfararkaupi.

5.Umsókn um uppsetningu skilta

Málsnúmer 2506039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Sunnu ehf, rekstraraðila Seguls 67, um leyfi til þess að setja upp lítil skilti sem vísa á Segul 67. Sótt er um að setja upp skilti á ljósastaura á þremur stöðum, við innkeyrslu í miðbæ við gatnamót Suðurgötu og Gránugötu, við gatnamót Gránugötu og Vetrarbrautar og við gatnamót Aðalgötu og Vetrarbrautar.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við beiðni Sunnu ehf.

6.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Sápubolti

Málsnúmer 2506042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Sápuboltanum ehf. vegna dansleikja í Tjarnarborg 18. og 19. júlí n.k.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi umsókn og samþykkir fyrir sitt leyti.

7.Síldarævintýrið 2025

Málsnúmer 2507001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá stýrihóp um Síldarævintýrið varðandi götulokanir, afnot af húsnæði og ýmsum búnaði Fjallabyggðar, leyfi til að halda flugeldasýningu og fleira.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar stýrihópi um Síldarævintýri fyrir erindið.

Bæjarráð tekur vel í flestar framkomnar óskir hópsins og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn hópsins. Bæjarráð samþykkir lokun Vetrarbrautar frá Aðalgötu frá klukkan 17:30, fimmtudaginn 31.júlí, til mánudagsmorguns 4. ágúst. Bæjarráð samþykkir einnig lokun Aðalgötu við Túngötu að Grundargötu, Lækjargötu frá Aðalgötu að Gránugötu frá hádegi föstudagsins 1. ágúst til mánudagsmorguns 4. ágúst. Bæjarráð fyrir sitt leyti gefur leyfi fyrir að spila lifandi tónlist til klukkan 23:30 í miðbænum og að haldin verði flugeldasýning laugardagskvöldið 2. ágúst. Jafnframt samþykkir bæjarráð opnun á íþróttahúsinu á Siglufirði eftir þörfum ef veðuraðstæður eru slæmar og frían aðgang að sundlauginni í Ólafsfirði fyrir börn og unglinga til og með 16 ára aldri á laugardag.

8.Ósk um styrk vegna Hopplands á Síldarævintýri

Málsnúmer 2507002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá stýrihópi um Síldarævintýri þar sem sótt er um styrk fyrir barnadagskrá á Síldarævintýrinu. Óskað er eftir styrk til að standa straum að kostnaði við Hoppland sem ætlun er að verði með viðburð við höfnina.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 250.000 í styrk fyrir barnadagskrá Síldarævintýrisins.

9.Innviðaþing 2025

Málsnúmer 2506041Vakta málsnúmer

Innviðaþing verður haldið í fyrsta sinn fimmtudaginn 28. ágúst nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Innviðaráðuneytið stendur að þinginu og verður sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þ.á m. fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

10.Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.

Málsnúmer 2506040Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri Velferðarsvið og deildarstjóri Félagsmáladeildar komi á fund bæjarráðs til þess að fara yfir efnisatriði samkomulagsins og möguleg áhrif þess á sveitarfélagið.

11.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá 24 stöðufundi skipulags - og framkvæmdasviðs.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2504050Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.