Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.

Málsnúmer 2506040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 882. fundur - 03.07.2025

Fyrir liggja upplýsingar um samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri Velferðarsvið og deildarstjóri Félagsmáladeildar komi á fund bæjarráðs til þess að fara yfir efnisatriði samkomulagsins og möguleg áhrif þess á sveitarfélagið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 883. fundur - 10.07.2025

Á fundinn eru mætt þau Bjarkey O Gunnarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar, til þess að fara yfir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra og deildarstjóra fyrir yfirferðina á málaflokknum og því samkomulagi sem liggur fyrir varðandi ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda. Áhrifin af samkomulaginu verða jákvæð fyrir þau verkefni sem Fjallabyggð er að sinna í málaflokknum á þessu ári en gert er ráð fyrir að ríkisvaldið taki alfarið yfir þau verkefni um næstu áramót.

Velferðarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 13.11.2025

Kynning á heildarframlagi ríkisins vegna reksturs og búsetu barna með fjölþættan vanda og beiðni um að sveitarfélög sendi áætlaðan kostnað vegna slíkra mála til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar
Ósk hefur borist frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu um upplýsingar frá sveitarfélögum um áætlaðan kostnað á árinu 2025 vegna barna sem eru með fjölþættan vanda. Fjallabyggð hefur nú þegar sent umbeðnar upplýsingar.
Erindið lagt fram til kynningar.