Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2504021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 870. fundur - 10.04.2025

Fyrir liggur tillaga bæjarstjóra að breytingum á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar í samræmi við þær breytingar sem samþykktar hafa verið á nefndaskipan.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingar í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á nefndarskipan í nýju skipuriti.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 258. fundur - 15.05.2025

Fyrir liggur tillaga frá bæjarráði um breytingar á samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á nefndaskipan.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs á samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á nefndaskipan.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 882. fundur - 03.07.2025

Samkvæmt samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar skulu laun fyrir störf í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum reiknuð sem hlutfall af þingfararkaupi hverju sinni. Þingfararkaup skal hækka um 5,6% þann 1.júlí skv. ákvörðun kjararáðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fella niður áður samþykkta hækkun launa fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar og verða laun því óbreytt þrátt fyrir hækkun á þingfararkaupi.