Síldarævintýrið 2025

Málsnúmer 2507001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 882. fundur - 03.07.2025

Fyrir liggur erindi frá stýrihóp um Síldarævintýrið varðandi götulokanir, afnot af húsnæði og ýmsum búnaði Fjallabyggðar, leyfi til að halda flugeldasýningu og fleira.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar stýrihópi um Síldarævintýri fyrir erindið.

Bæjarráð tekur vel í flestar framkomnar óskir hópsins og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn hópsins. Bæjarráð samþykkir lokun Vetrarbrautar frá Aðalgötu frá klukkan 17:30, fimmtudaginn 31.júlí, til mánudagsmorguns 4. ágúst. Bæjarráð samþykkir einnig lokun Aðalgötu við Túngötu að Grundargötu, Lækjargötu frá Aðalgötu að Gránugötu frá hádegi föstudagsins 1. ágúst til mánudagsmorguns 4. ágúst. Bæjarráð fyrir sitt leyti gefur leyfi fyrir að spila lifandi tónlist til klukkan 23:30 í miðbænum og að haldin verði flugeldasýning laugardagskvöldið 2. ágúst. Jafnframt samþykkir bæjarráð opnun á íþróttahúsinu á Siglufirði eftir þörfum ef veðuraðstæður eru slæmar og frían aðgang að sundlauginni í Ólafsfirði fyrir börn og unglinga til og með 16 ára aldri á laugardag.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 886. fundur - 14.08.2025

Fyrir liggur vinnuskjal frá stýrihópi um Síldarævintýrisins 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 119. fundur - 18.09.2025

Fyrir liggja upplýsingar frá framkvæmdaaðilum Síldarævintýrisins 2025 en hátíðin tókst mjög vel og sóttu hana fleiri en gert var ráð fyrir. Framkvæmdaaðilar hafa bent á nokkur atriði sem betur mega fara og verður unnið að því sameiginlega að undirbúa næsta Síldarævintýri.
Lagt fram til kynningar
Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar og jafnframt öllum þeim sem komu að framkvæmd Síldarævintýrisins sem tókst afar vel þrátt fyrir nokkra hnökra í upphafi hátíðar þar sem meiri fjöldi var en reiknað hafði verið með. Lögð er áhersla á að undirbúningur fyrir Síldarævintýri hefjist snemma og mikilvægt að taka ákvarðanir um umfang hátíðarinnar.