Starfsmannahandbók Fjallabyggðar

Málsnúmer 2504015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 870. fundur - 10.04.2025

Fyrir liggja gögn í starfsmannahandbók Fjallabyggðar sem er hluti af mannauðsstefnu sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 27.mars s.l. Um er að ræða Velferðarstefnu, Stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi og jafnréttisáætlun, ásamt nýrri viðverustefnu sem kemur í stað núgildandi viðverustefnu Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi Velferðarstefnu, Stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi og jafnréttisáætlun og felur bæjarstjóra að birta í starfsmannahandbók á heimasíðu Fjallabyggðar. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi viðverustefnu og felur bæjarstjóra að kynna fyrir forstöðumönnum og starfsmönnum og fylgja því eftir.