Ósk um styrk vegna Hopplands á Síldarævintýri

Málsnúmer 2507002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 882. fundur - 03.07.2025

Lagt fram erindi frá stýrihópi um Síldarævintýri þar sem sótt er um styrk fyrir barnadagskrá á Síldarævintýrinu. Óskað er eftir styrk til að standa straum að kostnaði við Hoppland sem ætlun er að verði með viðburð við höfnina.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 250.000 í styrk fyrir barnadagskrá Síldarævintýrisins.