Bæjarráð Fjallabyggðar

762. fundur 10. október 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til september 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

2.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til september 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.036.727.899,- eða 105,26% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

3.Viðskil við húsnæði Lækjargötu 8, félagsmiðstöð

Málsnúmer 2209034Vakta málsnúmer

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 að fjárhæð kr. 1.062.791.-
Viðaukinn verður gjaldfærður á Mfl./deild, 06310, fjárh.lykil 4413 og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.062.791,- vegna viðskilnaðaruppgjörs Lækjargötu 8, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 21/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022. Í viðaukanum eru fjárheimildir níu mismunandi framkvæmda/verkefna ársins 2022 auknar. Breytingarnar verða fjármagnaðar með lækkun á áætluðum framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöð á Siglufirði. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 21/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 70.600.000,- vegna tilfærslu á milli verkefna framkvæmdaáætlunar 2022, sem mætt verður með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og hefur viðaukinn ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum vegna nýs styrkjaflokks, Grænn styrkur - umhverfisstyrkur Fjallabyggðar, sem ætlað er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lögð er fram tillaga deildstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að reglum fyrir græna styrki á vegum Fjallabyggðar. Reglunum vísað til bæjarstjórnar til umræðu.

6.Samningur um afnot af Tjarnarborg v. uppsetningu leiksýningar 2022

Málsnúmer 2209059Vakta málsnúmer

Leikfélag Fjallabyggðar hefur hafið æfingar á nýju leikverki undir nafninu Birgitta kveður eftir Guðmund Ólafsson. Erindi hefur borist frá félaginu um stuðning Fjallabyggðar í formi afnota af Tjarnarborg til æfinga leikverksins. Áætlaðar eru 7 sýningar á leikverkinu og frumsýning 28. október nk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita Leikfélagi Fjallabyggðar afnot af Tjarnarborg vegna æfinga. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að annast samskipti og útfærslu í samráði við leikfélagið.

7.Stuðningur við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 2210013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands, dags 30.09.2022 ásamt meðfylgjandi minnisblöðum sem bæði varða starfsemi flugklasans Air66N á Norðurlandi. Óskað er eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

8.Færsla á Sveinsbúð

Málsnúmer 2209039Vakta málsnúmer

Á 289. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi Magnúsar Magnússonar, f.h. björgunarsveitarinnar Stráka, þar sem óskað var eftir leyfi til að færa skúr björgunarsveitarinnar sem í dag stendur við Innri höfn á Siglufirði yfir á Tjarnargötu 18. Í erindinu er óskað eftir því að sveitarfélagið sjái um færslu á skúrnum og er þeim lið vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið en óskar eftir kostnaðarmati frá tæknideild.

9.Útivistarsvæðið við Hól

Málsnúmer 2210018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá barna- og unglingaráði Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, dags. 6.10.2022 varðandi hreinlætisaðstöðu við Hól.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar barna- og unglingaráði Knattspyrnufélags Fjallabyggðar fyrir erindið. Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

10.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2210019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafns Íslands, þar sem forsvarsmenn safnsins óska eftir fundi og viðræðum við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins um endurnýjun á rekstrarsamningi.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Síldarminjasafninu fyrir erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsfólki Síldarminjasafnsins.

11.Jafnréttisþing 2022

Málsnúmer 2210001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dreifibréf frá Forsætisráðuneytinu þar sem fram kemur að Jafnréttisþing 2022 verði haldið þann 26. október í Hörpu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Skýrsla Flugklasans 2022

Málsnúmer 2204058Vakta málsnúmer

Samantekt um starfs Flugklasans Air66N undanfarna mánuði lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Tíðindi - Fréttabréf 2022

Málsnúmer 2209051Vakta málsnúmer

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, Tíðindi 33. tbl. 2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289

Málsnúmer 2209011FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 19 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 6, 7, 8, 9, 10, 11, og 12.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest með 3 samhljóða atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest með 3 samhljóða atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest með 3 samhljóða atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest með 3 samhljóða atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest með 3 samhljóða atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðanna fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest með 3 samhljóða atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Tæknideild falið að útfæra breytingu á lóðarmörkum í samræmi við fyrirliggjandi óskir umsækjenda og endurnýja lóðarleigusamning í samræmi við það. Bókun fundar Afgreiðsla 289. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest með 3 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:00.