Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2210019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10.10.2022

Lagt fram erindi Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafns Íslands, þar sem forsvarsmenn safnsins óska eftir fundi og viðræðum við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins um endurnýjun á rekstrarsamningi.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Síldarminjasafninu fyrir erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsfólki Síldarminjasafnsins.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 01.12.2022

Bæjarráð óskaði eftir umsögn markaðs-og menningarnefndar um erindi Síldarminjasafnsins um endurnýjun rekstrarsamnings Fjallabyggðar og safnsins. Gildandi samningur rennur út 31. desember nk.
Samþykkt
Erindi Síldarminjasafns Íslands ses til Bæjarráðs Fjallabyggðar um endurnýjun rekstrarsamnings var kynnt og tekið til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa umsögn til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 06.12.2022

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar á endurnýjun rekstrarsamnings við Síldarminjasafn Íslands ses.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsögnina og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.