Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 736. fundur - 31.03.2022

Lagt fram til kynningar yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda á framkvæmdaáætlun.
Lagt fram til kynningar

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283. fundur - 06.04.2022

Lagt fram til kynningar yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda á framkvæmdaáætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir framlagt yfirlit.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 129. fundur - 15.06.2022

Undir þessum lið sat Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður.
Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu framkvæmda á Fjallabyggðahöfnum á fundinum.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27.06.2022

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram til kynningar yfirlit um stöðu framkvæmda miðað við stöðu bókhalds þann 24. júní 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af því að einungis sé búið að framkvæma um 26% af framkvæmdaáætlun miðað við bókfærða stöðu.

Bæjarráð kallar jafnframt eftir greinargerð deildarstjóra tæknideildar um framkvæmdaáætlun ásamt tímasettri áætlun um útboð verkefna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 750. fundur - 11.07.2022

Lögð fram greinargerð deildarstjóra tæknideildar, dagsett 4. júlí 2022 varðandi stöðu verkefna við framkvæmdaáætlunar 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar framkomið yfirlit og samantekt deildarstjóra tæknideildar. Bæjarráð leggur áherslu á að verða uppfært ef þær áhyggjur sem líst er í minnisblaðinu raungerast.

Í ljósi þess sem kemur fram í minnisblaði deildarstjóra leggur bæjarráð áherslu á að gangstéttaframkvæmdir sem ekki eru háðar deiliskipulagi Aðalgötu Ólafsfirði verði boðnar út hið fyrsta.

Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir því að gerð gangstéttar við Ægisgötu sem tengist gangstétt sem liggur við Strandgötu (um 220m) verði kostnaðarmetin.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20.09.2022

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda í Fjallabyggð fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir framkomið yfirlit.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27.09.2022

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda í Fjallabyggð fyrir árið 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóri tæknideildar kom inn á fundinn og sat undir þessum lið. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirlitið. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar er falið að útbúa þá viðauka sem þarf til þess að samræmi sé á milli verkstöðu og/eða áætlunar og kostnaðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10.10.2022

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 21/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022. Í viðaukanum eru fjárheimildir níu mismunandi framkvæmda/verkefna ársins 2022 auknar. Breytingarnar verða fjármagnaðar með lækkun á áætluðum framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöð á Siglufirði. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 21/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 70.600.000,- vegna tilfærslu á milli verkefna framkvæmdaáætlunar 2022, sem mætt verður með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og hefur viðaukinn ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22.11.2022

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda í Fjallabyggð fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24.01.2023

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar
Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar sat á fundinum undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirlit um stöðu framkvæmda 2022. Bæjarráð óskar eftir lokauppgjöri og greinargerð á fjárfestingaáætlun á þarnæsta fundi bæjarráðs.