Viðskil við húsnæði Lækjargötu 8, félagsmiðstöð

Málsnúmer 2209034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27.09.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um skil á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neon við Lækjargötu 8, Siglufirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að málinu verði lokið samkvæmt tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10.10.2022

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 að fjárhæð kr. 1.062.791.-
Viðaukinn verður gjaldfærður á Mfl./deild, 06310, fjárh.lykil 4413 og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.062.791,- vegna viðskilnaðaruppgjörs Lækjargötu 8, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.