Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

289. fundur 05. október 2022 kl. 16:00 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umsókn um byggingarleyfi - Hólkot Ólafsfirði

Málsnúmer 2209018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 7.9.2022 þar sem Ásgeir Logi Ásgeirsson og Kristín Brynhildur Davíðsdóttir sækja um leyfi fyrir sólskála í samræmi við meðfylgjandi teikningar frá Eflu dagsettar 8.9.2022.
Samþykkt
Erindið samþykkt með fyrirvara um að öll gögn hafi borist svo hægt sé að gefa út byggingarleyfi.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Túngata 37

Málsnúmer 2206082Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Túngötu 37 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll gögn hafa borist.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Tjarnargata 6 Siglufirði

Málsnúmer 2209030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 1.9.2022 þar sem Kári Magnússon sækir um fyrir hönd Olís ehf., leyfi fyrir viðbyggingu í norður í samræmi við meðfylgjandi teikningar frá AVH ehf. dagsettar 31.8.2022.
Samþykkt
Viðbyggingin er innan byggingarreits og í samræmi við gildandi deiliskipulag. Erindi samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Hafnartún 8 Siglufirði

Málsnúmer 2209042Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 22.9.2022 þar sem Haraldur Marteinsson sækir um leyfi fyrir skýli yfir sólpall í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Einnig lagt fram samþykki nágranna í Hafnartúni 10.
Samþykkt
Erindi samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Suðurgata 49 Sigufirði

Málsnúmer 2210003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 3.10.2022 þar sem Gísli Reynisson sækir um fyrir hönd 66 suður ehf., leyfi fyrir endurbyggingu á Suðurgötu 49 í samræmi við meðfylgjandi teikningar eftir Arkþing Nordic ehf. dagsettar 28.9.2022.
Vísað til umsagnar
Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 10 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 7.9.2022 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Reykjanes Investment ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 10 við Bakkabyggð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 12 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209021Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 7.9.2022 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Reykjanes Investment ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 12 við Bakkabyggð.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 14 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 7.9.2022 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Reykjanes Investment ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 14 við Bakkabyggð.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 16 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209023Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 7.9.2022 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Reykjanes Investment ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 16 við Bakkabyggð.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 18 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 7.9.2022 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Reykjanes Investment ehf. sækir um einbýlishúsalóð nr. 18 við Bakkabyggð.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.Umsókn um lóðir - Malarvöllur 1-6 Siglufirði

Málsnúmer 2209040Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 21.9.2022 þar sem Verkstjórn ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðir nr. 1,2,3,4,5 og 6 við Malarvöll á Sigufirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðanna fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Umsókn um stækkun lóðar við Hornbrekkuveg 13 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209033Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jónínu Kristjánsdóttur og Friðriks Arnar Ásgeirssonar um stækkun lóðar við Hornbrekkuveg 13 um ca 8m til suðurs og minnkun á austurhluta lóðar til samræmis við austurmörk Hornbrekkuvegar 11. Fyrirhugað er að laga útgrafning sunnan við húsið og útbúa bílastæði.
Samþykkt
Tæknideild falið að útfæra breytingu á lóðarmörkum í samræmi við fyrirliggjandi óskir umsækjenda og endurnýja lóðarleigusamning í samræmi við það.

13.Færsla á Sveinsbúð

Málsnúmer 2209039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Magnúsi Magnússyni f.h. björgunarsveitarinnar Stráka.
1. Óskað er eftir leyfi til að færa skúr björgunarsveitarinnar sem í dag stendur við Innri höfn á Siglufirði yfir á Tjarnargötu 18 skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
2. Óskað er eftir því að Fjallabyggð sjái um færsluna á skúrnum.
3. Óskað er eftir aðgengi að lofti og vatni þegar settur verður upp nýr aðstöðuskúr við Innri höfn.

Vísað til bæjarráðs
1.Nefndin samþykkir nýja staðsetningu Sveinsbúðar innan lóðar Tjarnargötu 18 og í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd.

2.Varðandi framkvæmd færslu skúrsins þá er þeim hluta erindisins vísað til bæjarráðs.

3.Nefndin beinir því til tæknideildar að koma á framfæri óskum björgunarsveitarinnar við Vegagerðina vegna framkvæmda við Innri höfnina.

14.Erindi vegna umferðaröryggis við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegs

Málsnúmer 2101063Vakta málsnúmer

Tekið upp að nýju mál sem afgreitt var 3.3.2021 en hefur ekki enn komið til framkvæmdar þar sem samþykki lögreglustjóra liggur ekki fyrir.

Þar sem sjónsvið ökumanns sem keyrir niður Hólaveg í suðri að gatnamótum við Hlíðarveg er hvorki gott til hægri né vinstri var samþykkt að þar yrði stöðvunarskylda i stað biðskyldu. Einnig var samþykkt að innakstur við umrædd gatnamót, frá Hlíðaregi og inn á Hólaveg, væri bannaður en sú tillaga var grenndarkynnt íbúum á sínum tíma. Með því að banna innakstur skapast pláss til að framlengja núverandi gangstétt að gatnamótum og var það einnig samþykkt.
Samþykkt
Tæknideild falið að afla samþykkis lögreglustjóra Norðurlands eystra fyrir áður samþykktum breytingum á skiltum þ.e. að breyta biðskyldumerki í stöðvunarskyldu og merkja innakstur bannaður við umrædd gatnamót. Tæknideild er falið að koma með tillögu að tæknilegri útfærslu á framlengingu gangstéttar niður að Hlíðarvegi.

15.Umsókn um leyfi til breytinga á kajakgeymslu og umhverfi hennar við Innri höfn á Siglufirði

Málsnúmer 2210002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Laken-Louise Hives og Thomas Michael Hoyland þar sem þau óska eftir viðbrögðum sveitarfélagsins vegna hugmynda þeirra að breytingum og uppbyggingu aðstöðugáms fyrir kajak og vatnaíþróttir sem staðsettur er við grjótgarð innri hafnar á Siglufirði.
Nefndin getur ekki tekið efnislega afstöðu til fyrirspurnarinnar þar sem aðstöðugámurinn og rekstur er enn í eigu þriðja aðila en bendir á að æskilegt sé að varanleg uppbygging eigi sér stað innan skipulagðra lóðarmarka. Nefndin óskar gjarnan eftir nýju erindi frá verðandi eigendum þegar eignaskipti hafa farið fram.

16.Vatnsagi í lóðum við Fossveg 9,11,13 og 15

Málsnúmer 2210004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi íbúa við Fossveg 9,11,13 og 15 þar sem óskað er eftir því að gamalt mál vegna vatnsaga í lóðunum þessum verði tekið upp að nýju og klárað í samræmi við skýrslu sem gefin var út í janúar 2016, til að koma í veg fyrir frekara tjón en þegar er orðið.
Tæknideild falið að nálgast Ofanflóðasjóð um að ráðast í úrbætur við Fossveg 9 eins og höfundur skýrslunnar leggur til, þar sem þær úrbætur sem þegar hafa verið gerðar virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Varðandi lóðirnar við Fossveg 11,13 og 15 þá hefur úttekt þriðja aðila á þeim lóðum ekki farið fram. Tæknideild er falið að koma erindi þeirra íbúa áfram til Ofanflóðasjóðs.

17.Hækkun vatnsyfirborðs í Ólafsfjarðarvatni

Málsnúmer 2210005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dags. 2.10.2022 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skoði sveiflur í yfirborðsstöðu Ólafsfjarðarvatns.
Tæknideild falið að hafa samband við Vegagerðina um greiningu og lausn á sveiflum í yfirborðsstöðu Ólafsfjarðarvatns.

18.Yfirferð á sumarstörfum 2022

Málsnúmer 2209008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags.3.10.2022 þar sem farið er yfir sumarstörf á vegum sveitarfélagsins árið 2022, garðslátt, tækjakost og almenna snyrtingu á opnum svæðum.
Nefndin þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og yfirferð á því og þakkar einnig sumarstarfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf 2022.

19.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022

Málsnúmer 2209043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dags.22.9.2022 þar sem skorað er á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

Fundi slitið - kl. 18:15.