Færsla á Sveinsbúð

Málsnúmer 2209039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 05.10.2022

Lagt fram erindi frá Magnúsi Magnússyni f.h. björgunarsveitarinnar Stráka.
1. Óskað er eftir leyfi til að færa skúr björgunarsveitarinnar sem í dag stendur við Innri höfn á Siglufirði yfir á Tjarnargötu 18 skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
2. Óskað er eftir því að Fjallabyggð sjái um færsluna á skúrnum.
3. Óskað er eftir aðgengi að lofti og vatni þegar settur verður upp nýr aðstöðuskúr við Innri höfn.

Vísað til bæjarráðs
1.Nefndin samþykkir nýja staðsetningu Sveinsbúðar innan lóðar Tjarnargötu 18 og í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd.

2.Varðandi framkvæmd færslu skúrsins þá er þeim hluta erindisins vísað til bæjarráðs.

3.Nefndin beinir því til tæknideildar að koma á framfæri óskum björgunarsveitarinnar við Vegagerðina vegna framkvæmda við Innri höfnina.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10.10.2022

Á 289. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi Magnúsar Magnússonar, f.h. björgunarsveitarinnar Stráka, þar sem óskað var eftir leyfi til að færa skúr björgunarsveitarinnar sem í dag stendur við Innri höfn á Siglufirði yfir á Tjarnargötu 18. Í erindinu er óskað eftir því að sveitarfélagið sjái um færslu á skúrnum og er þeim lið vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tekur vel í erindið en óskar eftir kostnaðarmati frá tæknideild.