Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10.10.2022

Lögð fram tillaga að reglum vegna nýs styrkjaflokks, Grænn styrkur - umhverfisstyrkur Fjallabyggðar, sem ætlað er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lögð er fram tillaga deildstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að reglum fyrir græna styrki á vegum Fjallabyggðar. Reglunum vísað til bæjarstjórnar til umræðu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 770. fundur - 28.11.2022

Á 762. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að reglum vegna nýs styrkjaflokks, Grænn styrkur - umhverfisstyrkur Fjallabyggðar, sem ætlað er að styðja við aðila sem vinna að umhverfisverkefnum í sveitarfélaginu. Reglurnar voru samþykktar á 220. fundi bæjarstjórnar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að úthluta kr. 2.750.000 til grænna styrkja á árinu 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 06.12.2022

Lagðar fram umsóknir um græna styrki úr bæjarsjóði fyrir árið 2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þær umsóknir sem bárust. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður og athugasemdir fundarins og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 10.01.2023

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um græna styrki, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.