Skíðasvæðið Skarðsdal - Erindi

Málsnúmer 2101034

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 196. fundur - 15.01.2021

Fyrir fundinn er lagt erindi Valtýs Sigurðssonar f.h. Leyningsáss ses. dags. 12. janúar 2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið fari, á grundvelli 11. gr. laga nr. 49/1997, fram á það við Ofanflóðasjóð að sjóðurinn komi að uppkaupum fasteigna á núverandi byrjunarsvæði. Einnig er þess farið á leit, reynist afstaða sjóðsins til uppkaupa neikvæð, að sveitarfélagið hafi forgöngu um að sækja kröfuna fyrir dómi, enda krafan lögvarin að mati Leyningsáss.

Til máls tóku Elías Pétursson og Nanna Árnadóttir.

Bæjarstjórn þakkar erindið og tekur undir áhyggjur stjórnar Leyningsáss af stöðu skíðasvæðisins og samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að taka saman greinargerð vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 02.02.2021

Í framhaldi af bókun 196. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna erindis Leyningsáss ses., dags. 12.01.2021.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 27.01.2021 þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki erindi Leyningsáss ses.

Bæjarráð samþykkir erindi Leyningsáss ses. og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.