Tilboð í deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Fjallabyggðar

Málsnúmer 2101093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 02.02.2021

Lagt fram vinnuskjal skipulags- og tæknifulltrúa, dags. 29.01.2021 þar sem fram kemur að þrjú tilboð bárust í verkefnið „Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar“ frá Eflu hf., Mannviti hf. og Verkís hf..

Að höfðu samráði við tengilið verkefnisins hjá Vegagerðinni er lagt til að gengið verði til samninga við Mannvit hf.. Áætlaður kostnaður við verkefnið er kr. 6.000.000 án vsk. sem skiptist jafnt á milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við Mannvit hf.. Áætluðum kostnaði sveitarfélagsins 3 mkr. er vísað til viðauka nr.3/2021 á málaflokk 09230, lykill 4321 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.