Brunavarnir í jarðgöngum

Málsnúmer 2008061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 666. fundur - 08.09.2020

Lagt fram erindi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, dags. 31.08.2020 varðandi brunavarnir í jarðgöngum ásamt fylgiskjölum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 06.10.2020

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 30.09.2020 er varðar yfirferð á búnaði og öryggiskröfum í jarðgöngum í Fjallabyggð. Bréfið er svar við bréfi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar dags. 24. júlí sl.

Bæjarráð þakkar Vegagerðinni bréfið og þá viðleitni sem þar kemur fram af hálfu stofnunarinnar að bregðast við tilmælum og kröfum slökkviliðsstjóra um úrbætur. Að því sögðu vill bæjarráð koma því á framfæri að óásættanlegt er að ekki skuli, af hálfu Vegagerðarinnar, vera sett fram tímasett áætlun um úrbætur.

Bæjarstjóra falið að koma ofangreindu á framfæri við Vegagerðina.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 02.02.2021

Lagt fram svar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), dags. 29.01.2021 við erindi Fjallabyggðar, dags. 31.08.2020 varðandi brunavarnir í jarðgöngum og álitamál varðandi lagalega ábyrgð sveitarfélaga annars vegar og eiganda samgöngumannvirkja hins vegar.

HMS leggur til að stofnaður verði samráðsvettvangur Fjallabyggðar, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem ætlað er að stuðla að samtali og samvinnu þeirra sem starfa við brunavarnir, eiga mannvirkin og fara með eftirlit með samgöngumannvirkjum.

Bæjarráð tekur jákvætt í að stofnaður verði samráðsvettvangur þessara aðila.