Drög að samkomulagi um gerð deiliskipulags fyrir þjóðveginn í gegnum þéttbýli

Málsnúmer 2006060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 659. fundur - 07.07.2020

Lögð fram drög að samkomulagi Vegagerðarinnar og Fjallabyggðar um gerð deiliskipulags fyrir Siglufjarðarveg (76-15) og Ólafsfjarðarveg (82-07) í gegnum þéttbýli Ólafsfjarðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 02.02.2021

Lögð fram drög að samkomulagi milli Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar vegna gerðar deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýlum Fjallabyggðar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir þjóðvegi í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð með það að markmiði að móta heildstæða ásýnd og auka umferðaröryggi. Stefnt er að því að afgreiðslu skipulags verði lokið haustið 2021.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.