Breytingar á vigtarhúsi, verðkönnun

Málsnúmer 2101024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 679. fundur - 12.01.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 08.01.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna breytinga á vigtarhúsi Fjallabyggðarhafna, Siglufirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið; Berg ehf., L7 ehf., GJ smiðir ehf. og Trésmíði ehf..

Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna verksins og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 682. fundur - 02.02.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.01.2021 þar sem fram kemur að tvö tilboð bárust í endurbætur á vigtarhúsi á hafnarvog á Siglufirði, frá :

Berg ehf. kr. 4.998.855.-
L7 ehf. kr. 3.249.960.-

Við yfirferð tilboða kom í ljós villa í samlagningu hjá Berg ehf. og lækkaði tilboð þeirra í 4.973.855.-

Kostnaðaráætlun er kr. 3.198.000.-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði L7 ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 02.02.2021

Hafnarstjóri og deildarstjóri tæknideildar fóru yfir og kynntu niðurstöðu verðkönnunar, tvö tilboð bárust í endurbætur á vigtarhúsi á hafnarvog á Siglufirði, annars vegar frá Berg ehf. að fjárhæð kr. 4.998.855 og hins vegar frá L7 ehf. að fjárhæð kr. 3.249.960. Við yfirferð tilboða kom í ljós villa í samlagningu hjá Berg ehf. og lækkaði tilboð þeirra í 4.973.855. Kostnaðaráætlun tæknideildar er kr. 3.198.000.
Bæjarráð lagði til á fundi sínum fyrr í dag að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Lögð er fram samantekt tæknideildar á framkvæmdakostnaði vegna breytinga á vigtarskúr á Siglufirði ásamt yfirliti yfirhafnarvarðar um breytingar sem unnar voru.
Lagt fram