Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 781. fundur - 07.03.2023

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál. Nefndin sendir einnig til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla) 128. mál, frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál og tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Þess er óskað að undirritaðar umsagnir berist eigi síðar en 23. mars nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars nk

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 04.04.2023

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk.

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk.

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk.


Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23.05.2023

Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur til umsagnar tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 806. fundur - 05.10.2023

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga) 171. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál.
Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 13. október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13.10.2023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 808. fundur - 20.10.2023

Lagt fram erindi frá Nefndasviði Alþingis mál til umsagnar 2023.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 315. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur sérstaklega áherslu á að bæjarstjóri sendi inn umsögn vegna máls nr. 315-samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 03.11.2023

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til breytingu á lögum um grunnskóla (kristinfræðikennsla), 47. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk.
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. desember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 813. fundur - 04.12.2023

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. desember nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 509. mál húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 73. mál Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 402. mál Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.

Lagt fram til kynningar