Bæjarráð Fjallabyggðar

791. fundur 23. maí 2023 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2302059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins undir þessum dagskrárlið og fór yfir helstu verkefni félagsmáladeildar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Ferðaþjónusta félagsþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303093Vakta málsnúmer

Á 786. fundi bæjarráðs var deildarstjóra félagsmáladeildar falið að leggja fyrir bæjarráð nánari útfærslu vegna ferðaþjónustu félagsþjónustu Fjallabyggðar, t.d. forgangsröðun, greiningu á núverandi notkun og þarfagreining útfærða í samráði við núverandi stofnanir og notendur.
Deildarstjóri félagsmáladeildar fór yfir stöðu verkefnisins.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferðina. Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um verkefnið. Bæjarráð samþykkir að Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson ásamt bæjarstjóra, deildarstjórar félagsmáladeildar og stjórnsýslu og fjármála myndi starfshópinn. Verkefni hópsins verður að tryggja að verkefnið komist á laggirnar og tryggja að kallað verði eftir sjónarmiðum og þjónustuþörf hagaðila og stofnanna sveitarfélagsins. Starfshópurinn skal skila af sér loka tillögum eigi síðar en 25. júní.

3.Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna 2022

Málsnúmer 2305051Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um heimild til að sækja um lán til Ofanflóðasjóðs vegna snjóflóðavarna fyrir árið 2022 að fjárhæð kr. 65.300.000.-
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir lánsumsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Framlenging verksamnings um ræstingu í Ráðhúsi Fjallabyggðar

Málsnúmer 2203073Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 19. maí 2023 hvar lagt er til við bæjarráð að heimildarákvæði um framlengingu verði nýtt og samningurinn þannig framlengdur til 14. maí 2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að framlengingarákvæði verksamningsins verði nýtt og samningurinn framlengdur um 1 ár til viðbótar.

5.Kynning á lausum lóðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2305054Vakta málsnúmer

Innkomið erindi Helga Jóhannssonar um auglýsingar á lausum lóðum í Fjallabyggð lagt fyrir fundinn.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram erindi frá Helga Jóhannssyni um auglýsingar á lausum lóðum í Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sjá um að lausar lóðir í Fjallabyggð ásamt nýsamþykktum ívilnunum verði auglýstar á áberandi hátt.

6.Kjaradeila BSRB - tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar

Málsnúmer 2305043Vakta málsnúmer

Tilkynning Kjalar - stéttarfélags í almannaþágu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi sjómannadagsball Ólafsfjörður

Málsnúmer 2305050Vakta málsnúmer

Umsókn Sjómannafélags Ólafsfjarðar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt
Bæjarráð tekur vel í erindið og veitir jákvæða umsögn vegna Sjómannadagsballs í Ólafsfirði.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2107019Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

9.Síldarminjasafnið - Ársskýrsla og fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2302020Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Síldarminjasafnsins frá 11. maí 2023 lögð fram til kynningar ásamt ársskýrslu 2022 og greinargerð um húsakost safnsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð almannavarnanefndar 2023.

Málsnúmer 2305056Vakta málsnúmer

Fundargerð vorfundar Almannavarnarnefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 37. fundar ungmennaráðs og 146. fundar félagsmálanefndar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.