Bæjarráð Fjallabyggðar

805. fundur 29. september 2023 kl. 08:15 - 10:02 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála ásamt Ásu Björk Stefánsdóttur skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, til að ræða stöðu skólastarfsins og mögulegar lausnir til framtíðar í kjölfar niðurstöðu útboðs á viðbyggingu við grunnskólann á Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans fyrir komuna á fundinn og góðar umræður á fundinum og felur deildarstjóra og skólastjóra að skila tillögum um mögulegar lausnir til bæjarráðs.

2.Verkefni fræðslu-, frístunda- og menningarmála 2023

Málsnúmer 2302061Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir yfirferð á verkefnum deildarinnar.

3.Vagnaskýli við Leikhóla

Málsnúmer 2308028Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð kr. 7.000.000, vegna byggingar lokaðs vagnaskýlis við Leikhóla og minniháttar breytingar verði gerðar innanhúss til að svara aukinni þörf fyrir vistunarrými um næstu áramót. Viðaukanum verður mætt með lækkun á áætluðum framkvæmdakostnaði við viðbyggingu grunnskólans á Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Innviðagreining

Málsnúmer 2308062Vakta málsnúmer

Tillaga og tilboð KPMG í innviðagreiningu lögð fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Þar sem aðeins eitt tilboð barst í innviðagreiningu þá felur bæjarráð bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ganga til viðræðna við þann aðila sem bauð í verkið og leggja síðan fyrir bæjarráð tillögu ásamt viðauka vegna verkefnisins.

5.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, þar sem óskað var eftir tilboði þriggja aðila í vinnu staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að finna kirkjugarðinum nýjan stað þar sem núverandi kirkjugarður verður fljótlega fullgrafinn. Skoðaðar verða tvær staðsetningar, annars vegar við Garðsveg og hins vegar við Brimnes.

Tilboð barst frá eftirfarandi aðilum:
Kanon arkitektum
Eflu verkfræðistofu
Landslagi ehf.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að taka tilboði Kanon arkitekta vegna staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Bæjarráð leggur áherslu á að staðarvalsgreiningu verði lokið á árinu 2023 þannig að deiliskipulagsvinna geti hafist sem fyrst og lokið á tilætluðum tíma árið 2024.

6.Viðhaldsmál í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út endurnýjun á þakjárni ásamt endurbótum á inndregnum svölum á 2 og 3 hæð Skálarhlíðar.
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild til útboðs.

7.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga AVH arkitekta um viðbyggingu við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar tillögunni ásamt fyrri útfærslu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

8.Æfing slökkviliðs Fjallabyggðar í Strákagöngum.

Málsnúmer 2309165Vakta málsnúmer

Samantekt slökkviliðsstjóra um æfingu slökkviliðs í Strákagöngum lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir áhyggjur slökkviliðsstjóra um aðbúnað og aðstæður sem tengjast viðbúnaði vegna jarðganga á Tröllaskaga. Bæjarráð hvetur Vegagerðina til þess að mæta kröfum slökkviliðsstjóra í samvinnu við hann og sveitarfélagið eins og 10. gr. reglugerðar um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004 kveður á um.

9.Norðurgarður hafnarinnar á Ólafsfirði

Málsnúmer 2309164Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Fjallasala ses. og Markaðsstofu Ólafsfjarðar um að setja upp myndir og texta á Norðurgarð hafnarinnar í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur vel í verkefnið. Bæjarráð leggur til að skipuð verði verkefnastjórn undir forystu Pálshúss þar sem verkefnið yrði skilgreint betur, kostnaður greindur ásamt möguleikum til styrkumsókna. Fjallabyggð mun leggja til einn fulltrúa í verkefnastjórnina.

10.Rafrænn fundur um málefni sveitarfélaga

Málsnúmer 2309063Vakta málsnúmer

Í stað hefðbundins landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga boðar Jafnréttisstofa til rafræns kynningarfundar.
Á fundinum verður farið yfir breytt fyrirkomulag á samtali Jafnréttisstofu og sveitarfélaganna og það sem framundan er hjá Jafnréttisstofu í tengslum við málefni sveitarfélaga.
Fundurinn verður þriðjudaginn 10. október frá kl. 13:00-14:00.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Samningur um refaveiðar 2023-2025

Málsnúmer 2309066Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um refaveiðar milli Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar. Samningurinn gildir til 2025.
Markmið samningsins er að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum sem og að skapa fyrirsjáanleika varðandi endurgreiðslur ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Erindi til sveitarfélaga vegna Uppbyggingarsjóðs

Málsnúmer 2309085Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til 18. október n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að auglýsa Uppbyggingarsjóðinn á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt því að kynna sjóðinn fyrir hagaðilum.

13.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur til umsagnar tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerð 54. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Ársreikningur leigufélagsins Bríetar ehf. 2022

Málsnúmer 2309163Vakta málsnúmer

Ársreikningur Leigufélagsins Bríetar ehf. 2022 er lagður fram til kynningar ásamt rekstraráætlun 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Í ljósi eignarhlutar Fjallabyggðar telur bæjarráð mjög eðlilegt að Fjallabyggð fái sæti í stjórn Leigufélagsins Bríetar ehf.

Fundi slitið - kl. 10:02.