Bæjarráð Fjallabyggðar

806. fundur 05. október 2023 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2302059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni á deildinni.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir góða yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Trúnaðarmál -barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 2310011Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

3.Tölvuvæðing unglingastigs Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2209014Vakta málsnúmer

Skólastjóri grunnskólans hefur óskað eftir að tölvuvæðingu unglingastigs verði flýtt þannig að lokið verði við tækjakaup fyrir nemendur unglingastigs.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra grunnskólans fyrir greinargott yfirlit. Bæjarráð tekur undir að mikilvægt sé að ljúka tölvuvæðingunni á þessu ári og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirbúa viðauka og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

4.Samkomulag um þjónustukaup jól og áramót 2023-2026

Málsnúmer 2309172Vakta málsnúmer

Samkomulag um þjónustukaup vegna jóla og áramóta sem gerð voru 2020 giltu til áramóta 2022-2023. Endurnýja þarf samninga þar sem gildandi samningur rennur út í nóvember 2023.

Samkomulag um þjónustukaup hefur verið gert við eftirtalda aðila hjá Fjallabyggð til þriggja ára í senn:

Björgunarsveitina Tind, sem annast flugeldasýningu á gamlárskvöld í Ólafsfirði.
Björgunarsveitina Stráka, sem annast flugeldasýningu á gamlárskvöld á Siglufirði.
Kiwanisklúbbinn Skjöld sem annast Þrettándabrennu og flugeldasýningu á Siglufirði 6. janúar ár hvert.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar sem annast tendrun jólatráa, jólasveina, jólaball á annan dag jóla, áramótabrennur á Ólafsfirði og Siglufirði og lýsingu ártals í Tindaöxl. Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, annast lýsingu í Hvanneyrarskál.

Lagt er til að samningar verði gerðir til 3ja ára.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin sem liggja fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við félögin.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2309014Vakta málsnúmer

Útfærður viðauki nr. 16 við fjárhagsáætlun 2023 lagður fram vegna endurútreikningi á launaáætlun vegna 2023 og uppfærðrar áætlunar um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við viðaukann og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Uppsögn ræstisamnings í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði

Málsnúmer 2309179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppsögn á verktakasamningi um ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Í ljósi þess að útboð á allri ræstingu sveitarfélagsins er fyrirhugað á árinu 2024 felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála tímabundna úrlausn málsins fram að útboði.

7.Landsmót UMFÍ 50 árið 2025

Málsnúmer 2310003Vakta málsnúmer

Erindi frá formanni UÍF þar sem óskað er eftir samþykki frá Fjallabyggð fyrri umsókn um að halda Landsmót UMFÍ 50 í sveitarfélögum.
Samþykkt
Bæjarráð fangar frumkvæðinu og veitir sitt samþykki fyrir umsókninni um að UÍF falist eftir að halda Landsmót UMFÍ 50 árið 2025.

8.Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026

Málsnúmer 2310006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið Flugklasann Air66N.
Synjað
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðni Flugklasans Air66N en þakkar fyrir gott samstarf á liðnum árum.

9.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 2203077Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorleifs Gunnlaugssonar, stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Römpum upp Ísland.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.30 hugmyndir til að bæta samfélagið - virkjum eldhugana

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorgríms Þráinssonar um 30 hugmyndir til að bæta samfélagið - virkjum eldhugana.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2023

Málsnúmer 2303075Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á að hvítbók um skipulagsmál ásamt umhverfismatsskýrslu er nú í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur 2023 og ársreikningur 2022 - Greið leið

Málsnúmer 2310010Vakta málsnúmer

Fundarboð til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. lagt fram til kynningar ásamt ársreikningi félagsins fyrir rekstrarárið 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga) 171. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál.
Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 13. október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Síldarminjasafnið - Ársskýrlsa og fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2302020Vakta málsnúmer

Fundargerð 26. fundar Síldarminjasafnsins lögð fram til kynningar ásamt ársskýrslu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir - Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Málsnúmer 2310007Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar í félagi um þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, dags. 26.09.2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 27. fundar Stýrihóps um heilsueflandi samfélag, 100. fundar markaðs- og menningarnefndar, 38. fundar ungmennaráðs, 131. fundar fræðslu- og frístundanefndar og 38. fundar skólanefndar TÁT lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.