Bæjarráð Fjallabyggðar

808. fundur 20. október 2023 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Samfélagsverkefni - Ólafsvegur 4

Málsnúmer 2310049Vakta málsnúmer

Bragi Sigurður Óskarsson mætti á fund bæjarráðs og kynnti hugmyndir sínar varðandi samfélagsverkefni í Ólafsfirði í tengslum við Ólafsveg 4.
Bæjarráð þakkar Braga fyrir komuna á fundinn og fyrir góða kynningu. Bæjarráð tekur vel í erindið og fagnar framtakinu.

2.Viðhaldsmál í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Viðauki lagður fram.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

3.Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026

Málsnúmer 2309040Vakta málsnúmer

Tilboð hafa verið opnuð í snjómokstur fyrir tímabilið 2023-2026. Fyrirkomulag útboðsins var þannig að verktakar skiluðu inn einingarverðum í tímavinnu þeirra vinnuvéla sem þeir bjóða til verksins. Fjórir verktakar skiluðu inn tilboðum. Einn verktaki bauð í verkefni á Siglufirði og þrír á Ólafsfirði.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem lagt er til að samið verði við alla verktaka sem skiluðu tilboðum.
Bæjarráð í samræmi við minnisblað deildarstjóra tæknideildar samþykkir niðurstöður útboðsins. Málinu vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

4.Póstbox á Siglufirði

Málsnúmer 2310043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íslandspóst vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á póstboxi á Siglufirði.
Bæjarráð tekur vel í beiðni fyrirtækisins og felur bæjarstjóra að ræða við Íslandspóst. Þá leggur ráðið áherslu á að staðsetning boxins hafi sem minnst áhrif á ásýnd Ráðhússins. Bæjarráð felur bæjarstjóra samhliða að ræða við Íslandspóst um uppsetningu póstboxs í Ólafsfirði.

5.Vetrarbraut 21 - 23

Málsnúmer 2310046Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð deildarstjóra tæknideildar og slökkviliðsstjóra vegna ástands Vetrarbrautar 21-23.
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir þeirra minnisblöð og tekur undir áhyggjur um bágt ástand fasteignarinnar og hættu sem það kann að skapa. Bæjarráð beinir því til byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra að í málsmeðferð verði farið í hvívetna eftir leiðbeiningum Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar um aðgerðir til að knýja fram úrbætur frá árinu 2020.
Samkvæmt framkomnum upplýsingum frá eiganda hússins þá er fyrirhugað að fara í úrbætur næsta vor. Eigandinn telur að búið sé að tryggja þak hússins með þeim hætti að það valdi ekki frekara tjóni. Þá er einnig fyrirhugað að ráðast í bráðabirgðaraðgerð á strompi hússins.

6.Ágóðahlutagreiðsla 2023

Málsnúmer 2310039Vakta málsnúmer

Á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ þann 6. október s.l. var samþykkt að áfram skuli hluti hagnaðar af starfsemi félagsins greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Lagt fram til kynningar.

7.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Nefndasviði Alþingis mál til umsagnar 2023.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 315. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð leggur sérstaklega áherslu á að bæjarstjóri sendi inn umsögn vegna máls nr. 315-samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028.

8.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2023

Málsnúmer 2303075Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur verið staðfest og birt í Stjórnartíðindum.
Lagt fram til kynningar.

9.Kvennaverkfall 2023

Málsnúmer 2310045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kili stéttarfélagi vegna Kvennaverkfalls á Kvennafrídaginn þriðjudaginn 24. október 2023.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra að koma vel til skila til þjónustunotenda hver áhrif verkfallsins verða á þau.

Fundi slitið - kl. 09:30.