Bæjarráð Fjallabyggðar

788. fundur 02. maí 2023 kl. 08:15 - 09:03 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðjón M. Ólafsson formaður bæjarráðs

1.Verkefni tæknideildar 2023

Málsnúmer 2302060Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir komuna á fundinn og yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Vallarbraut, útboð

Málsnúmer 2303091Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 25 apríl í verkefnið "Siglufjörður - Vallarbraut". Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 71.743.035,-
Bás ehf. 61.599.150,-
Kostnaðaráætlun 73.698.452,-
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. kr. 61.599.150,-

3.Stofnframlag Fjallabyggðar vegna Brák leigufélags.

Málsnúmer 2304056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Fjallabyggðar, f.h. Brákar íbúðafélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Óskað eftir því að bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfesti hvort bæjarfélagið hafi samþykkt umsókn umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða umsóknina og undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins. Umsókninni að öðru leyti vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Frístundafulltrúi

Málsnúmer 2304048Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála leggur til að sett verði saman staða frístundafulltrúa og sameinuð yrði í eina stöðu umsjón með frístundastarfi barna og unglinga. Ekki er um viðbót við launaáætlun að ræða þar sem verið er að sameina hlutastöður sem fyrir eru í áætlun.
Samþykkt
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir því að starfið verði auglýst sbr. minnisblað frá deildarstjóra.

5.Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi

Málsnúmer 2304057Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu. Starfslok verða 31. júlí næstkomandi.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkað Erlu Gunnlaugsdóttur fyrir hennar störf og framlag sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Deildarstjóra falið að auglýsa eftir nýjum skólastjóra sbr. minnisblað deildarstjóra.

6.Upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2303083Vakta málsnúmer

Lagt fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á áformaskjali starfshóps á vegum innviðarráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Er um að ræða áform vegna fyrirhugaðra breytinga m.a. á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar fyrirhuguðum lagabreytingum og telur það mikilvæga réttarbót í búsetumálum.

7.Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Málsnúmer 2208055Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku.
Síðastliðið sumar var skipaður þriggja manna starfshópur sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ.á.m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða niðurstöður hennar til umræðu á fundunum og fulltrúar starfshópsins til svara um efni skýrslunnar.
Stöðuskýrslan dregur saman helstu álitaefni sem ramma inn umræðuna og boðar ráðherra þess vegna til opinna funda þar sem almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér stöðuskýrsluna og eiga beint samtal við starfshópinn og ráðherra, áður en hópurinn skilar formlegum niðurstöðum og tillögum að stefnumótun ríkisins í þessum efnum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig á Vindorkufundi.
Fylgiskjöl:

8.Orlof húsmæðra 2023

Málsnúmer 2304046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi er varðar Olofssjóð húsmæðra. Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 141,01 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Framlag Fjallabyggðar er kr. 278.918,-

9.Loftslagsdagurinn 2023

Málsnúmer 2304047Vakta málsnúmer

Loftslagsdagurinn 2023 verður haldinn í Hörpu þann 4. maí í beinu streymi. Á Loftslagsdeginum ætlum við að fjalla um stöðu Íslands í loftslagsmálum á mannamáli.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig til þátttöku.

10.Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjallabyggð

Málsnúmer 2304051Vakta málsnúmer

Lögð fram samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjallabyggð milli Brákar íbúðafélags hses., Fjallabyggðar og Verkstjórnar ehf.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra er falið að undirrita samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

11.Grænbók - sjálfbært Ísland

Málsnúmer 2304052Vakta málsnúmer

Drög að grænbók um sjálfbært Ísland hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru lögð fram í tengslum við fundi forsætisráðherra um landið.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Orkufundur 2023

Málsnúmer 2304053Vakta málsnúmer

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda Orkufund 2023 þann 10. maí nk. kl. 10:00 - 12:00 á Hótel Hilton, Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir BSRB

Málsnúmer 2304054Vakta málsnúmer

BSRB hefur boðað til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Forysta BSRB hafnaði kjarasamningstilboði árið 2020 en gerir nú kröfu um að sveitarfélögin bæti fyrir þá ákvörðun bandalagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 145. funar félagsmálanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:03.