Bæjarráð Fjallabyggðar

813. fundur 04. desember 2023 kl. 11:00 - 12:58 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar um tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun 2024-2027 fyrir seinni umræðu um áætlunina í bæjarstjórn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála fyrir samantektina. Ljóst er m.v. samantektina og fram komnar uppfærðar upplýsingar frá fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024 að áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2024 er orðin lakari, þ.e. áætluð rekstrarniðurstaða A- og B-hluta bæjarsjóðs lækkar sem nemur kr. 52 m.kr. og er þannig áætluð jákvæð um kr. 3,5 m.kr. Bæjarráð vekur athygli bæjarstjórnar á því að svigrúm til frávika á árinu 2024 er orðið mjög takmarkað og því mega frávik frá áætluninni í raun vera óveruleg.

Í ljósi umræðu um gjaldskrár sveitarfélaga í tengslum við kjarasamningagerð þá vekur bæjarráð athygli bæjarstjórnar á því að ekki er svigrúm til þess að halda hækkunum á gjaldskrám innan 2,5%. Bæjarráð leggur því til að bæjarstjórn haldi sig við þá tillögu sem samþykkt var við fyrstu umræðu fjárhagsáætlunar 2024. Bæjarráð telur engu að síður nauðsynlegt að sveitarfélögin móti sér heildstæða stefnu um gjaldskrárhækkanir í tengslum við kjarasamninga og verði tilbúin að leggja sitt lóð á vogarskálarnar við að tryggja samninga til lengri tíma.

Töluverð óvissa er í hagkerfinu nú um stundir og munu sveitarfélögin ekki fara varhluta af því. Því er mikilvægt að bregðast við áður til þess að hafa borð fyrir báru ef aðstæður þróast til verri vegar. Fjárhagur Fjallabyggðar er sterkur og því mikilvægt að tryggja að svo verði áfram. Bæjarráð beinir því til bæjarstjórnar að mikilvægt sé að hefja umræðu um hvernig best sé staðið að vinnu við skoðun á þjónustuframboði og rekstri samhliða endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins.

2.Tillaga að reglum Fjallabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 2310040Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd hefur afgreitt tillögu að reglum Fjallabyggðar um sérstakan húsnæðisstuðning. Málinu var vísað til afgreiðslu í bæjarráði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Stuðningur við Flugklasann Air66N 2024-2026

Málsnúmer 2310006Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands sendi inn erindi til sveitarstjórna þann 28. nóvember sl., þar sem óskað var eftir stuðningi við Flugklasann 66N til næstu þriggja ára. Erindinu var hafnað af bæjarstjórn Fjallabyggðar, m.a. í ljósi frétta um að Akureyrarbær hygðist hætta stuðningi við Flugklasann. Nú liggur fyrir að Akureyrarbær hefur breytt afstöðu sinni og hefur samþykkt áframhaldandi stuðningi við Flugklasann árið 2024. Í ljósi þessa er óskað eftir endurskoðaðri afstöðu Fjallabyggðar um stuðning við Flugklasann.
Samþykkt
Fjallabyggð samþykkir að styrkja Flugklasann um sem nemur kr. 300 á hvern íbúa Fjallabyggðar.

4.Umsagnarbeiðni um tímabundið áfengisleyfi.

Málsnúmer 2311054Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra vegna umsóknar dvalarheimilisins Hornbrekku um tækifærisleyfi til áfengisveitinga.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

5.Kostnaður og tekjur vegna meðhöndlunar úrgangs - óskað eftir þátttöku sveitarfélaga.

Málsnúmer 2311055Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Verkefnið hefst í desember 2023 og lýkur í júní 2024.

Markmið verkefnisins er að ná betri yfirsýn yfir kostnað sveitarfélaga í málaflokknum,hvernig hann hefur verið að þróast síðastliðin ár og út frá niðurstöðum leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri.
Samþykkt
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir hönd Fjallabyggðar.

6.Mannamót 2024

Málsnúmer 2311041Vakta málsnúmer

Búið er að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að koma upplýsingum um Mannamót 2024 á fyrirtæki í Fjallabyggð sem og að auglýsa á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bæjarráð hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu í Fjallabyggð til þess að skrá sig og vekja þannig athygli á starfsemi sinni.

7.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2023-2027

Málsnúmer 2308052Vakta málsnúmer

Uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
Lagt fram til kynningar

8.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. desember nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 509. mál húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 73. mál Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 402. mál Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.

Lagt fram til kynningar

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Fundargerð 39. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:58.