Bæjarráð Fjallabyggðar

785. fundur 04. apríl 2023 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni tæknideildar 2023

Málsnúmer 2302060Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti til fundar og fór yfir stöðu verkefna á deildinni.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Umsókn um lóð - Lækjargata 5 Siglufirði

Málsnúmer 2301036Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðarmats við færslu á ærslabelg af lóðinni Lækjargötu 5.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og tillögurnar. Bæjarráð leggur áherslu á að lóðarhafamál verða leyst áður en næstu skref verða ákveðin. Afgreiðslu frestað.

3.Húsnæðismál þjónustumiðstöðvar

Málsnúmer 2303027Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins vegna eftirlitsheimsóknar þann 7. mars 2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að svara fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Vallarbraut, útboð

Málsnúmer 2303091Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð á verkefninu "Vallarbraut, gatnagerð og veitur".
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild fyrir lokuðu útboði.

5.Menningartengdir skyndiviðburðir 2023, reglur og úthlutanir

Málsnúmer 2302081Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd hefur unnið drög að reglum um úthlutun styrkja til menningartengdra skyndiviðburða. Drögum að reglum er vísað til umfjöllunar í bæjarráði og samþykktar bæjarstjórnar.
Vísað til nefndar
Bæjarráð leggur til eftirfarandi breytingar á reglunum og vísar þeim til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar.

a.
Sett verði fjárhæðamörk á hvaða mál þurfi að fara fyrir markaðs- og menningarnefnd. Hærri fjárhæðir fari því fyrir nefndina en lægri fjárhæðir verði afgreiddar beint af bæjarstjóra og/eða deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
b.
Reglurnar verði útvíkkaðar þannig að auka meiri sveigjanleika fyrir aðila sem vilja halda pop-up viðburði.

6.Hornbrekka - þjónustubifreið

Málsnúmer 2303093Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi deildarstjóra félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóra Hornbrekku, þar sem upplýst er um verulegt tjón á þjónustubifreið Hornbrekku.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra félagsmáladeildar og forstöðumanni Hornbrekku falið að gera þarfagreiningu ásamt kostnaðarmati vegna nýrrar bifreiðar og hvernig megi leysa það millibilsástand sem skapast hefur. Bæjarráð beinir því einnig til ofangreindra að umhverfisvænir kostir verði skoðaðir og tillögur lagðar fyrir bæjarráð sem fyrst.

7.Upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2303083Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á röð kannana sem sambandið hefur sett á fót til að kanna stöðu innleiðingar á nýju hringrásarlögunum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses 2023, ársreikningur 2022.

Málsnúmer 2303018Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Leyningsáss 2023 og ársreikningur fyrir 2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fráfarandi stjórnarmönnum Leyningsáss ses. fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins og samfélagsins alls. Þá þakkar bæjarráð Valtý Sigurðssyni sérstaklega fyrir samstarfið og ómetanlegt framlag hans í þágu félagsins. Fjallabyggð væntir mikils af nýrri stjórn og felur bæjarstjóra að óska eftir að nýr stjórnarformaður mæti á fund bæjarráðs til þess að ræða áherslur hans og nýrrar stjórnar.

9.Umhverfisvæn orkuöflun við húshitun

Málsnúmer 2303094Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga vill benda á að Orkustofnun hvetur til umhverfisvænnar orkuöflunar við húshitun og bæta orkunýtni í rafhitun á landinu.

Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk.

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk.

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl nk.


Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra 2023.

Málsnúmer 2304003Vakta málsnúmer

Stjórn SSNE boðar hér með til ársþings á Siglufirði.
Dagskrá hefst kl. 11.00, þingið verður sett kl. 12.30 föstudaginn 14. apríl og lýkur kl. 12.00 laugardaginn 15. apríl.

Þingið er opið öllum þó aðeins þingfulltrúar hafi rétt til greiðslu atkvæða og SSNE hvetur allt sveitarstjórnarfólk í landshlutanum til að mæta.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Molta fundargerðir og gögn.

Málsnúmer 2302063Vakta málsnúmer

Fundargerð 109. fundar Moltu lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerðir 26. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag, 297. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 124. fundar fræðslu- og frístundanefndar og 97. fundar markaðs- og menningarnefndar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.