Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref.

Málsnúmer 1804004

Vakta málsnúmer

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 2. fundur - 05.04.2018

Rætt um ýmsar hugmyndir sem hægt er að vinna að í tengslum við Heilsueflandi samfélag. Næstu skref eru að vinna að þarfagreiningu í samfélaginu. Byrjað verður á að skoða Heilsuvísa Landlæknisembættisins. Nú eru tveir þeirra tilbúnir: Vellíðan án áfengis, annarra vímuefna og tóbaks og Vellíðan með hollu mataræði.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 3. fundur - 09.05.2018

Embætti Landlæknis hefur gefið út tvo lýðheilsuvísa sem ætlaðir eru til greiningar á stöðu lýðheilsu í samfélögum. Stýrihópurinn fór yfir lýðheilsuvísi um vellíðan án áfengis, annarra vímuefna og tóbaks. Ákveðið var að leita upplýsinga víðar í samfélaginu og hjá sveitarfélaginu vegna vinnunnar sem verður fram haldið á næsta fundi stýrihópsins.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 4. fundur - 27.09.2018

Skrifað var undir samning við Embætti landlæknis þann 11. júní 2018. Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag sótti um og fékk styrki úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar, annars vegar styrk fyrir 6 setbekkjum og hins vegar styrk fyrir ærslabelg sem settur var niður í miðbæ Siglufjarðar. Stýrihópurinn þakkar sjóðnum styrkina. Einnig vill stýrihópur koma þakklæti á framfæri við Foreldrafélag Leifturs og sveitarfélagið fyrir þeirra framlag til kaupa á ærslabelg sem settur hefur verið niður í Ólafsfirði. Stýrihópurinn fagnar framkvæmdunum og nú þegar hefur komið í ljós hversu vinsæl þessi leiktæki eru meðal barna og ungmenna.

Næstu skref í vinnunni eru að senda segla á öll heimili í Fjallabyggð með hvatningarorðum og kynningu frá stýrihópnum samkvæmt dagskrárlið 1. Þá verður sótt um styrk í Lýðheilsusjóð. Í vetur mun stýrihópurinn velja áherslur í vinnunni út frá niðurstöðum Lýðheilsuvísa Embættis landlæknis.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 5. fundur - 22.11.2018

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála flutti erindi um Heilsueflandi samfélag á félagsfundi eldri borgara á Sigufirði í haust. Deildarstjóri er áhugasamur um að heimsækja eldri borgara í Ólafsfirði með sama erindi.

Stýrihópur leggur til að í janúar verði opnir tímar í líkamsræktum sveitarfélagsins með leiðbeinanda eins og gert var í janúar 2018.

Einnig er stefnan að á nýju ári bjóði stýrihópurinn upp á nokkra opna danstíma fyrir íbúa sveitarfélagsins, undir stjórn danskennara.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 6. fundur - 10.01.2019

Embætti landlæknis hefur sent Fjallabyggð fána Heilsueflandi samfélags með nafni Fjallabyggðar.

Stýrihópurinn hefur hug á að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á opið dansnámskeið, sex skipti. Sjá bókun í 3. dagskrárlið.

Stýrihópurinn hvetur til þess að líkt og á síðasta ári verði boðið upp á opna tíma í líkamsræktum sveitarfélagsins og vísar því til fræðslu og frístundanefndar til umfjöllunar. Í opna tíma, sem yrðu tímasettir og auglýstir, gæti fólk komið og notið leiðsagnar á tæki.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 22.01.2019

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag lagði til á 6. fundi sínum við fræðslu- og frístundanefnd að boðið yrði upp á opna tíma í líkamsrækt með leiðbeinanda líkt og gert var í janúar á síðast ári.

Fræðslu- og frístundanefnd felur forstöðumanni íþróttamiðstöðva að finna hentugan tíma, leiðbeinendur og leggja fyrir fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Umsögnin skal lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 20.03.2019

Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn félagsþjónustunnar um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við eldri borgara og öryrkja með leiðsögn í líkamsræktina. Deildarstjóra falið að svara erindinu.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 29.03.2019

Á fundinn mætti Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Ríkey sagði frá störfum stýrihóps um heilsueflandi samfélag sem snýr að áherslum í líkamsrækt eldri borgara.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 118. fundur - 11.04.2019

Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, mætti á fundinn undir þessum lið fundargerðarinnar og sagði frá stöðu verkefnisins.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 7. fundur - 23.05.2019

Danskennsla sem fram fór í byrjun árs tókst mjög vel og stefnir stýrihópurinn að því að bjóða upp á dansnámskeið að nýju í byrjun næsta árs. Stýrihópurinn vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í námskeiðinu og einnig danskennaranum Ingunni Hallgrímsdóttur.

Fjallabyggð bauð eldri borgurum leiðsögn í líkamsræktarsölum sveitarfélagsins fyrr í mánuðinum, alls fjögur skipti. Leiðsögnin var mjög vel sótt í báðum bæjarkjörnum. Stýrihópurinn þakkar þeim eldri borgurum sem þátt tóku fyrir og hvetur þá til að nýta sér aðstöðu í líkamsræktarsölum sveitarfélagsins. Einnig vill stýrihópurinn þakka leiðbeinendum fyrir þeirra starf. Næsta haust verður boðið upp á leiðsögn fyrir almenning.

Stefnt að því að setja saman starfsáætlun fyrir Heilsueflandi Fjallabyggð næsta haust fyrir haustið 2019 og árið 2020.





Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 8. fundur - 02.10.2019

Rætt um næstu skref í starfinu. Fyrirhugaðir eru opnir tímar fyrir almenning með leiðbeinanda í líkamsræktum sveitarfélagins á næstunni. Stefnt er að dansnámskeiði á nýju ári og fleiri verkefni verða á vegum Heilsueflandi samfélags í vetur.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 9. fundur - 21.11.2019

Rætt um stöðuna í vinnunni hjá stýrihópnum. Gerð drög að verkefnaáætlun fyrir árið 2020. Fyrirhuguð eru verkefni eins og danskennsla, opnir tímar í rækt með leiðbeinanda, fyrirlestur um geðrækt eða sjálfsrækt og gönguskíðanámskeið. Nuddboltanámskeið verður haldið dagana 3. og 7. desember nk. Námskeiðið verður auglýst.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18.12.2019

Heilsueflandi Fjallabyggð hélt nuddboltanámskeið í desember bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði og var námskeiðið ágætlega sótt. Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið.
Stýrihópurinn hefur áhuga á að bjóða upp á dansnámskeið aftur á nýju ári.
Þá hefur stýrihópurinn hug á að bjóða upp á fría kynningartíma með leiðsögn í líkamsræktum sveitarfélagsins í upphafi næsta árs eins og áður hefur verið gert.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 11. fundur - 27.01.2020

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á dansnámskeið í Tjarnarborg líkt og stýrihópurinn stóð fyrir í febrúar-mars 2019. Um er að ræða 6 sunnudagskvöld í febrúar og mars í eina og hálfa klukkustund í senn. Fyrsta kvöldið verður 9. febrúar. Kvöldin verða þematengd þannig að auðvelt er að taka þátt í stökum kvöldum. Dansnámskeiðið er endurgjaldslaust og verður auglýst í auglýsingamiðlum og á heimasíðu Fjallabyggðar.
Kennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir líkt og í fyrra.

Þá var ákveðið að athuga með möguleika á að bjóða upp á tilsögn í líkamsræktarsal fyrir eldri borgara.

Þá var ákveðið að skoða hvort möguleiki er á að fá fyrirlesara um jákvæða sálfræði eða sambærilegt efni til að bjóða íbúum upp á.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 12. fundur - 20.05.2020

Vegna aðstæðna í mars sl. náðist ekki að klára dansnámskeið sem Stýrihópur um heilsueflandi samfélag stóð fyrir í Tjarnarborg. Stefnt er að því að klára námskeiðið næsta haust ef aðstæður leyfa. Þá er einnig stefnt að því að bjóða upp á leiðsögn í líkamsræktum sveitarfélagsins.
Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 25.-31. maí, sjá dagskrárlið 1.
Stýrihópurinn vill hvetja íbúa Fjallabyggðar til heilbrigðis og hreyfingar í sumar og um leið hvetja sveitarfélagið til að huga að göngustígum og fjölförnum gönguleiðum og setja bekki við gönguleiðir.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 15. fundur - 16.12.2020

Lagt fram skeyti frá Embætti landlæknis þar sem kynnt er ýmist efni tengt heilsueflingu. Þar á meðal eru ráðleggingar embættisins "Síðdegishressing í heilsdagsskólum, frístunda- og æskulýðsstarfi - Ráðleggingar um matarframboð". Skjalið hefur þegar verið sent í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar en stýrihópurinn leggur til að áðurnefndar ráðleggingar verði sendar foreldrum grunnskólabarna með hvatningu um að vanda val á morgunnesti barnanna. Stýrihópur HSAM í Fjallabyggð vill nota tækifærið og hvetja til almennrar neyslu á hollu fæði s.s. ávöxtum og grænmeti og bendir á í því sambandi að í mörgum skólum er boðið upp á ávaxtaáskrift í stað morgunnestis til að auka neyslu barna á ávöxtum.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 17. fundur - 17.03.2021

Ákveðið að birta auglýsingu með hvatningarorðum til fyrirtækja og vinnustaða í Fjallabyggð um að hlúa að heilsueflingu starfsmanna sinna. Einnig ákvað stýrihópurinn að leita til íbúa Fjallabyggðar eftir hugmyndum um heilsueflingu sem stýrihópurinn gæti unnið út frá.
Stýrihópurinn hefur mikinn áhuga á að leita leiða til að koma upp skautasvellum í sveitarfélaginu næsta haust.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 18. fundur - 26.04.2021

Rætt um framboð af hreyfingu og heilsurækt í sveitarfélaginu nú þegar vor er í lofti og sumarið framundan. Ljóst er að framboðið er fjölbreytt. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð skoðar með hvaða hætti hann getur komið að framboði á hreyfingu og hvatningu til heilbrigðis og heilsuræktar í sumar.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 19. fundur - 30.09.2021

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag stefnir á að halda 5 skipta dansnámskeið í október og nóvember. Einnig vill stýrihópurinn skoða möguleika á fræðslufyrirlestri um heilsutengt efni fyrir íbúa.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 20. fundur - 09.12.2021

Farið yfir verkefni stýrihópsins. Dansnámskeið sem hófst í nóvember var frestað fram í janúar af sóttvarnarástæðum.
Lagt fram
Áformað er að klára dansnámskeið í janúar og skoða að halda gönguskíðanámskeið fyrir áhugasama íbúa Fjallabyggðar. Leitað verður eftir samstarfi við skíðafélögin með kennslu. Stýrihópurinn áformar að senda íbúum Fjallabyggðar jólakveðju með hvatningu um að huga að heilsu og hreyfingu í skammdeginu.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 21. fundur - 10.02.2022

Samþykkt
Skíðagöngunámskeiðum í boði Stýrihóps um heilsueflandi samfélag og skíðafélaga í Fjallabyggð er nú lokið. Námskeiðin tókust vel og voru mjög vel sótt.
Stýrihópurinn skoðar næstu skref og möguleika á að bjóða upp á fyrirlestur fyrir íbúa um andlega heilsu eða heilsueflingu. Þá skoðar stýrihópurinn útfærslu á hvatningu til íbúa um heilsu og hreyfingu, t.d. með auglýsingum og veggspjöldum.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 22. fundur - 26.04.2022

Farið yfir hugmynd að fyrirlestri og einnig er landsátakið Hjólað í vinnuna rætt.
Lagt fram til kynningar
Rætt um möguleika á að halda fyrirlestur um andlega heilsu fyrir íbúa Fjallabyggðar næsta haust, hugmyndir eru um efni og fyrirlesara.
Landsátakið Hjólað í vinnuna hefst 4. maí nk. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag hvetur íbúa Fjallabyggðar til að nýta virkan ferðamáta í daglegu lífi og taka þátt í átakinu.