Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

21. fundur 10. febrúar 2022 kl. 15:00 - 15:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Björn Kjartansson varamaður
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
María Bjarney Leifsdóttir boðaði forföll.

1.Norræna lýðheilsuráðstefnan í Reykjavík 2022

Málsnúmer 2201043Vakta málsnúmer

Lagt fram
Þrettánda Norræna lýðheilsuráðstefnan verður haldin á Íslandi í lok júnímánaðar 2022. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er "Heilsa og vellíðan fyrir alla - horft til framtíðar" .

Þrjár höfuðáherslur ráðstefnunnar verða á: Áhrifaþætti heilsu og vellíðunar, stefnumótun lýðheilsu og gagnadrifið lýðheilsustarf. Þá verður einnig fjallað um heimsfaraldurinn COVID-19 og hvernig lýðheilsustarf hefur skipt sköpum í viðbrögðum og fyrirbyggjandi vinnu til að takast á við afleiðingar hans. Skráning er hafin.

2.Lífshlaupið 2022

Málsnúmer 2201047Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lífshlaupið hófst 2. febrúar síðastliðinn. Nokkrir vinnustaðir í Fjallabyggð taka þátt og staðnemar MTR. Ekki er of seint að skrá sig og vill stýrihópurinn hvetja íbúa til að taka þátt í hreyfiátakinu. Stýrihópurinn lýsir yfir ánægju sinni með mokstur gangstétta í Fjallabyggð sem auðveldar íbúum mjög að fara gangandi um.

3.Skíðagöngunámskeið í boði Fjallabyggðar og skíðafélaga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2202022Vakta málsnúmer

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg buðu íbúum upp á skíðagöngunámskeið í báðum byggðarkjörnum. Báðum námskeiðunum er nú lokið og var þátttakan mjög góð. Um 60 manns tóku þátt í námskeiðunum. Námskeiðin tókust mjög vel og ekki hægt að heyra annað en að almenn ánægja ríki meðal þátttakenda. Stýrihópurinn vill færa skíðafélögunum sínar bestu þakkir fyrir samstarfið og vonar að þátttakendur haldi áfram að iðka skíðagöngu með félögunum.

4.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Samþykkt
Skíðagöngunámskeiðum í boði Stýrihóps um heilsueflandi samfélag og skíðafélaga í Fjallabyggð er nú lokið. Námskeiðin tókust vel og voru mjög vel sótt.
Stýrihópurinn skoðar næstu skref og möguleika á að bjóða upp á fyrirlestur fyrir íbúa um andlega heilsu eða heilsueflingu. Þá skoðar stýrihópurinn útfærslu á hvatningu til íbúa um heilsu og hreyfingu, t.d. með auglýsingum og veggspjöldum.

Fundi slitið - kl. 15:50.