Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

20. fundur 09. desember 2021 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Í stýrihópinn vantar fulltrúa eldri borgara í Fjallabyggð.

1.Stýrihópur Heilsueflandi Fjallabyggð

Málsnúmer 2112024Vakta málsnúmer

Fulltrúi eldri borgara í stýrihópi um heilsueflndi samfélag í Fjallabyggð hefur óskað eftir að láta af nefndarstörfum af heilsufarsástæðum. Varamaður hans hefur flutt frá Fjallabyggð.
Lagt fram
Óskað verður eftir tilnefningu eldri borgara í Fjallabyggð á aðal- og varamanni í stýrihópinn.

2.Umsókn í lýðheilsusjóð 2021

Málsnúmer 2109080Vakta málsnúmer

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag sótti um styrk í Lýðheilsusjóð vegna verkefnis sem ber nafnið Þrennan - Skíði-hlaup-dans, heilsuefling íbúa í Fjallabyggð.
Lagt fram
Umsókn lögð fram til kynningar.

3.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Farið yfir verkefni stýrihópsins. Dansnámskeið sem hófst í nóvember var frestað fram í janúar af sóttvarnarástæðum.
Lagt fram
Áformað er að klára dansnámskeið í janúar og skoða að halda gönguskíðanámskeið fyrir áhugasama íbúa Fjallabyggðar. Leitað verður eftir samstarfi við skíðafélögin með kennslu. Stýrihópurinn áformar að senda íbúum Fjallabyggðar jólakveðju með hvatningu um að huga að heilsu og hreyfingu í skammdeginu.

4.Vinnusvæði sveitarfélaga v. Heilsueflandi samfélags.

Málsnúmer 2009065Vakta málsnúmer

Haldið áfram með vinnu við gátlista.
Lagt fram
Unnið í gátlista.

Fundi slitið - kl. 16:00.