Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

7. fundur 23. maí 2019 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Björg Friðriksdóttir
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Björn Þór Ólafsson boðaði forföll og Björg Sæby Friðriksdóttir sat fundinn í hans stað.

1.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Danskennsla sem fram fór í byrjun árs tókst mjög vel og stefnir stýrihópurinn að því að bjóða upp á dansnámskeið að nýju í byrjun næsta árs. Stýrihópurinn vill þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í námskeiðinu og einnig danskennaranum Ingunni Hallgrímsdóttur.

Fjallabyggð bauð eldri borgurum leiðsögn í líkamsræktarsölum sveitarfélagsins fyrr í mánuðinum, alls fjögur skipti. Leiðsögnin var mjög vel sótt í báðum bæjarkjörnum. Stýrihópurinn þakkar þeim eldri borgurum sem þátt tóku fyrir og hvetur þá til að nýta sér aðstöðu í líkamsræktarsölum sveitarfélagsins. Einnig vill stýrihópurinn þakka leiðbeinendum fyrir þeirra starf. Næsta haust verður boðið upp á leiðsögn fyrir almenning.

Stefnt að því að setja saman starfsáætlun fyrir Heilsueflandi Fjallabyggð næsta haust fyrir haustið 2019 og árið 2020.

2.Fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna

Málsnúmer 1902020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna sem Embætti landlæknis hefur gefið út fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun Lýðheilsustefnu frá 2016. Myndböndin hafa nú þegar verið send foreldrum og starfsfólki Leikskóla Fjallabyggðar.

3.Hreyfivika UMFÍ

Málsnúmer 1905051Vakta málsnúmer

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 27. maí - 2. júní nk. Stýrihópur Heilsueflandi samfélags hvetur íbúa til að vera duglegir að hreyfa sig þessa viku sem aðrar. Athygli er vakin á að hver sem er getur verið boðberi hreyfingar og skráð viðburði inn á þar til gerða skráningarsíðu hjá UMFÍ - Hreyfivika.

4.Starfsáætun 2019-2020

Málsnúmer 1905054Vakta málsnúmer

Stefnt er að því að næsta haust geri stýrihópurinn sér starfsáætlun fyrir haustið 2019 og árið 2020 þar sem áherslur verða valdar í starfinu og verkefni tímasett. Stefnt að því að starfsáætlun sé tilbúin fyrir fjárhagsáætunargerð fyrir árið 2020.

Fundi slitið - kl. 16:00.