Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

18. fundur 26. apríl 2021 kl. 14:30 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Guðrún Helga Kjartansdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Hjólað í vinnuna 2021.

Málsnúmer 2104038Vakta málsnúmer

Landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5. - 25. maí nk. í 18. sinn. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til að taka þátt. Stýrihópurinn leggur til að efnt verði til innansveitarfélagskeppni þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur vinnustaða í sveitarfélaginu. Auglýsing með nánari útfærslu verður birt fljótlega á vef Fjallabyggðar.

2.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Rætt um framboð af hreyfingu og heilsurækt í sveitarfélaginu nú þegar vor er í lofti og sumarið framundan. Ljóst er að framboðið er fjölbreytt. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð skoðar með hvaða hætti hann getur komið að framboði á hreyfingu og hvatningu til heilbrigðis og heilsuræktar í sumar.

3.Vinnusvæði sveitarfélaga v. Heilsueflandi samfélags.

Málsnúmer 2009065Vakta málsnúmer

Stýrihópurinn vann að útfyllingu gátlistans Vellíðan með hreyfingu og útiveru.

Fundi slitið - kl. 16:00.