Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

3. fundur 09. maí 2018 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Guðrún Helga Kjartansdóttir fulltrúi heilsugæslu
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • Þórarinn Hannesson fulltrúi UÍF
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Embætti Landlæknis hefur gefið út tvo lýðheilsuvísa sem ætlaðir eru til greiningar á stöðu lýðheilsu í samfélögum. Stýrihópurinn fór yfir lýðheilsuvísi um vellíðan án áfengis, annarra vímuefna og tóbaks. Ákveðið var að leita upplýsinga víðar í samfélaginu og hjá sveitarfélaginu vegna vinnunnar sem verður fram haldið á næsta fundi stýrihópsins.

2.Heilsueflandi samfélag - undirskrift samnings

Málsnúmer 1805019Vakta málsnúmer

Skrifað verður undir samning Fjallabyggðar við Embætti Landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Undirskriftin mun fara fram 11. júní kl. 17.00 í Tjarnarborg. Athöfnin verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Fundi slitið - kl. 16:00.