Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

Málsnúmer 1409031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. september 2014, en um er að ræða auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.
Sækja skal um á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006. Umsóknarfrestur er til 30. september 2014. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð á grundvelli umræddra laga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 361. fundur - 28.10.2014

Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október s.l. um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
Um er að ræða 300 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 94 tonn fyrir Siglufjörð.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.

Atvinnumálanefnd - 2. fundur - 29.10.2014

Vísað til nefndar
Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 20. október s.l. um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar, ásamt reglugerð nr. 625 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015 og reglugerð nr. 782 um breytingu á reglugerð nr. 652/2014, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015.
Um er að ræða 300 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 94 tonn fyrir Siglufjörð.
Bæjarráð hefur vísað málinu til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.

Sveitarfélagið hefur fengið frest til 17. nóvember til að skila inn tillögum um sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins ásamt rökstuðningi.

Í ljósi þess að frestur til að skila inn sérreglum hefur verið framlengdur, leggur Atvinnumálanefnd til við bæjarráð, að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum til að fá fram hugmyndir að sérreglum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 363. fundur - 04.11.2014

Á öðrum fundi Atvinnumálanefndar var lagt til við bæjarráð, að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum til að fá fram hugmyndir að sérreglum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að boða til fundar með hagsmunaaðilum n.k. mánudag 10. nóvember kl. 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Atvinnumálanefnd - 3. fundur - 11.11.2014

Vísað til nefndar
Í upphafi fundar var farið yfir fundargerð frá fundi með hagsmunaaðilum, um byggðakvóta, sem haldinn var mánudaginn 10. nóvember 2014. Meirihluti atvinnumálanefndar leggur fram eftirfarandi hugmyndir að tillögum að sérstökum skilyrðum sveitarfélagsins gagnvart úthlutun byggðakvóta samkv. 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 652/2014.

Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015
Bæjarstjóra verður falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

Atvinnumálanefnd og bæjarráð hafa farið yfir tillögur sem fram komu m.a. á fundi með útgerðaraðilum og fiskverkendum Fjallabyggðar og er lögð áhersla á neðanritað.

Reglur og áherslur Fjallabyggðar eru:
Með vísan í reglugerð nr. 652/2014 er óskað eftir neðanrituðum breytingum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiði árið 2014/2015.

Óbreytt frá fyrra ári:
Lögð er áhersla á breytingu á orðalagi þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4. gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 2. mgr. 4. gr.
(Afli af fiskiskipum sem landað er í (byggðarlagi) verður:
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu og svo frv.


Síðan breytist byggðarlag í sveitarfélag síðar í málsgreininni. Þannig að eftir breytingu hljóðar málsgreinin svo;
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

Viðbót frá fyrra ári.
Auk þeirra breytinga sem að framan er getið í 4. gr. hér að ofan breytist reglugerðin þannig:

Lögð er áhersla á að byggðarkvóti miðist að lágmarki við 1.5 tonn á bát. Heimilt er að sama magni og lágmarksúthlutun, þ.e. 1.5 tonn, verði landað á fiskmarkað í Fjallabyggð eða til vinnslu í Fjallabyggð.

Af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verður síðan úthlutað á báta miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 20% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts, en að hámarki 60 tonn.

Ef einhver óskar eftir tilteknu magni, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðarkvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.

Jöfn skipti verði heimil.

Ákvæði um skriflegan samning við fiskkaupendur um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- og sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi:

Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi slík fyrirætlan fram í samningi sem eigandi fiskiskipa gerir við fiskkaupenda.

Ef úthlutaður kvóti (afli) er ekki veiddur fær viðkomandi aðili ekki úthlutað kvóta á næsta fiskveiðiári (2015/2016) nema til komi viðhlítandi skýringar (s.s. vegna vélarbilunar, veikinda o.þ.h.)

Fulltrúi D-lista, Þorsteinn Þorvaldsson leggur til að hámarks kvóti á hvern bát verði 50 tonn. Einnig leggur hann áherslu á að komið verði upp virku eftirliti með því að athuga hvort aðilar gerist brotlegir við nýtingu byggðakvótans.

Atvinnumálanefnd vísar framkomnum hugmyndum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 364. fundur - 12.11.2014

Í upphafi fundar var farið yfir fundargerð frá fundi með hagsmunaaðilum, um byggðakvóta, sem haldinn var mánudaginn 10. nóvember 2014.
Lagðar fram skriflegar ábendingar frá Sverri Sveinssyni frá 10. nóvember 2014 sem og svör við spurningum sem komu m.a. fram frá hagsmunaaðilum þann 10.11.2014 og frá ráðuneytinu þann 11.11.2014.
Einnig var lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 11.11.2014, en þar koma fram hugmyndir að tillögum að sérstökum skilyrðum sveitarfélagsins gagnvart úthlutun byggðakvóta samkv. 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 652/2014.

Þar var bókað m.a. neðanritað.
Byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015.
Bæjarstjóra verður falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.

Atvinnumálanefnd hefur farið yfir tillögur sem fram komu m.a. á fundi með útgerðaraðilum og fiskverkendum Fjallabyggðar og er lögð áhersla á neðanritað.

Með vísan í reglugerð nr. 652/2014 er óskað eftir neðanrituðum breytingum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2014/2015.

Óbreytt frá fyrra ári:
Lögð er áhersla á breytingu á orðalagi þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4. gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 2. mgr. 4. gr. (Afli af fiskiskipum sem landað er í (byggðarlagi) verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu og svo frv.

Síðan breytist byggðarlag í sveitarfélag síðar í málsgreininni. Þannig að eftir breytingu hljóðar málsgreinin svo;
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
Viðbót frá fyrra ári.
Auk þeirra breytinga sem að framan er getið í 4. gr. hér að ofan breytist reglugerðin þannig:

Lögð er áhersla á að byggðakvóti miðist að lágmarki við 1.5 tonn á bát.
Heimilt er að sama magni og lágmarksúthlutun, þ.e. 1.5 tonn, verði landað á fiskmarkað í Fjallabyggð eða til vinnslu í Fjallabyggð.

Af því sem eftir stendur að þeirri úthlutun lokinni verður síðan úthlutað á báta miðað við landaðan afla í sveitarfélaginu, þó ekki hærra en 20% af kvótaúthlutun miðað við landaðan afla hvers báts, en að hámarki 60 tonn.

Ef einhver óskar eftir tilteknu magni, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt ákvæði þessu, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt á milli hinna umsækjendanna.

Jöfn skipti verði heimil.

Ákvæði um skriflegan samning við fiskkaupendur um magn sem landað verður hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram komi að vinnsluaðili skuldbindi sig til að vinna aflann, með áritun bæjar- og sveitarstjórnar, breytist þannig að eftir þá setningu komi ný setning svohljóðandi:
Þó er vinnsluaðila heimil jöfn skipti á tegundum við annan vinnsluaðila og komi slík fyrirætlan fram í samningi sem eigandi fiskiskipa gerir við fiskkaupenda.

Ef úthlutaður kvóti (afli) er ekki veiddur fær viðkomandi aðili ekki úthlutað kvóta á næsta fiskveiðiári (2015/2016) nema til komi viðhlítandi skýringar (s.s. vegna vélarbilunar, veikinda o.þ.h.).

Fulltrúi D-lista, Þorsteinn Þorvaldsson leggur til að hámarks kvóti á hvern bát verði 50 tonn. Einnig leggur hann áherslu á að komið verði upp virku eftirliti með því að athuga hvort aðilar gerist brotlegir við nýtingu byggðakvótans.

Atvinnumálanefnd vísar framkomnum hugmyndum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögur atvinnumálanefndar með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytis á framkomnum tillögum, að undanskilinni tillögu um að jöfn skipti séu heimil og er vísað þar til laga nr. 665 frá 10. júlí 2013, sjá 9.gr.

S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.
Öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. skulu eiga rétt á 2.500 þorskígilda lágmarks úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2013/2014.


b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.


c) Ný málsgrein, sem verður 5. mgr. 4. gr.: Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip skal vera 50 þorskígildistonn.

d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015.





Tillaga S.Guðrúnar var borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 365. fundur - 14.11.2014

Bæjarráð samþykkir reglur fyrir úthlutun byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 samhljóða.

Ákvæði reglugerðar nr. 652/2014 gilda um úthlutun byggðakvóta Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2500 þorskígilda úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2013/2014. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallslega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla í ígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur en að hámarki 60 tonn.


Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015. Aflinn skal nema í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari, auk jafnmikils magns til vinnslu eða á fiskmarkað í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.11.2014

Til máls tóku Sigurður Valur Ásbjarnarson, Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi reglur fyrir úthlutun byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015.

"Ákvæði reglugerðar nr. 652/2014 gilda um úthlutun byggðakvóta Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.500 þorskígilda úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2013/2014. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla í ígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur en að hámarki 60 tonn.

Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2014 til 31. ágúst 2015. Aflinn skal nema í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari, auk jafnmikils magns til vinnslu eða á fiskmarkað í sveitarfélaginu."

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða.

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar leggur mikla áherslu á að umsækjendur um byggðakvóta séu meðvitaðir um þá samfélagslegu ábyrgð sem umsókn um úthlutun byggðakvóta fylgir og hvetur umsækjendur til þess að nýta þær aflaheimildir sem þeim er úthlutað."

Bæjarráð Fjallabyggðar - 375. fundur - 20.01.2015

S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Í bréfi fiskverkenda í Ólafsfirði, dagsett 6. janúar 2015, er byggðakvótaúthlutun og fyrirkomulagi mótmælt.
Óska þeir eftir að úthlutun verði afturkölluð og endurskoðuð.

Bæjarráð hafnar að endurskoða úthlutunarreglur.

Bæjarráð samþykkir að fela atvinnumálanefnd að kanna hvernig eftirlitshlutverki er sinnt er varðar byggðakvóta.

Atvinnumálanefnd - 5. fundur - 21.01.2015

Samþykkt
Á fundi bæjarráðs þann 20. janúar var tekið fyrir bréf frá fiskverkendum í Ólafsfirði þar sem fyrirkomulagi á byggðakvótaúthlutun er mótmælt. Bæjarráð samþykkti að fela atvinnumálanefnd að kanna hvernig eftirlitshlutverki er sinnt er varðar byggðakvóta. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að kanna hjá Fiskistofu hvernig þessum málum er almennt háttað hjá öðrum sveitarfélögum.

Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 04.02.2015

Lagt fram
Lagt fram svar frá Fiskistofu vegna fyrirspurnar nefndarinnar um eftirlitsþátt með byggðarkvótanum. Í svari frá Fiskistofu kemur fram með hvaða hætti eftirlitshlutverkinu er sinnt að hálfu stofunarinnar. Ljóst er samkvæmt svari frá Fiskistofu að eftirlit með byggðarkvótanum er á höndum Fiskistofu en ekki sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Fiskistofu sem barst eftir að Atvinnumálanefnd hafði fjallað um eftirlit með byggðakvóta.

Þar kemur m.a. fram að sviðstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu telur eðlilegt að viðkomandi bæjarfélag tryggi að sá afli sem ætlaður er til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi sé sannarlega verkaður þar.
Bæjarfélagið beri því að minnsta kosti hluta af ábyrgðinni á byggðakvótanum.

Lagt fram til kynningar.