Haustgöngur í Ólafsfirði

Málsnúmer 1409060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Lagt fram til kynningar erindi frá Jóni Árna Konráðssyni, fjallskilastjóra.

Erindi vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Lagt fram bréf frá fjallskilastjóra dags. 13. september og einnig afgreiðsla 171. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. september á haustöngum í Ólafsfirði.
Erindinu er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Um er að ræða að tveir ábúendur í Ólafsfirði slepptu á heimalönd sín utan girðingar öllu því fé sem þeir höfðu tekið í Reykjarétt eða um 500 kindum í trássi við aðra málsgrein 13. gr. lag V. kafla fjallskilasamþykktar nr. 173/10 febrúar 2011. Í gangnaboði var tekið fram að slíkar sleppingar væru óheimilar.
Segir fjallskilastjóri starfi sínu lausu, þar sem ekki er farið að samþykktum bæjarfélagsins.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með framferði ábúenda og felur deildarstjóra tæknideildar að beita þeim viðurlögum sem gilda er slík mál varðar.