Umsókn um byggingarleyfi-Gunnarsholt Ólafsfirði

Málsnúmer 1409051

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Guðrún Gunnarsdóttir sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á nýstofnaðri lóð úr landi Ytri-Gunnólfsár II. Lagður er fram lóðarleigusamningur sem er í þinglýsingu, byggingarleyfisumsókn, aðaluppdrættir og umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá.

Formaður leggur fram tölvupóst frá Júlí Ósk Antonsdóttur fyrir hönd landeigenda að Ytri-Gunnólfsá I. Í ljósi framkominna upplýsinga er málinu frestað til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 08.10.2014

Erindi frestað. Með vísan til umsagnar Landslaga er byggingarfulltrúa falið að stöðva framkvæmdir við byggingu sumarhússins. Byggingarfulltrúa er jafnframt falið kanna hvort möguleiki sé að ná sáttum milli umsækjanda og eigenda aðliggjandi jarðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10.06.2015

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. október 2014 var erindi Guðrúnar Gunnarsdóttur vegna umsóknar um byggingarleyfi í Gunnarsholti Ólafsfirði, frestað. Byggingarfulltrúa var falið að kanna hvort möguleiki væri að ná sáttum milli umsækjanda og eiganda aðliggjandi jarðar.

Lögð fram yfirlýsing vegna sáttar sem hefur náðst á milli hlutaðeigenda. Umsókn um byggingarleyfi samþykkt.