Útbreiðsla Lúpínu í Tindaöxl Ólafsfirði

Málsnúmer 1408067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, þar sem óskað er eftir því að heft verði fyrir frekari útbreiðslu lúpínu í Tindaöxl.

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því við tæknideild að hún afli upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu lúpínu og kerfils.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 08.10.2014

Á 171.fundi skipulags- og umhverfisnefnar óskaði nefndin eftir því að tæknideild aflaði upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.

Lögð fram til kynningar skýrsla á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu, varnir og nýtingu tegundanna.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 173. fundur - 29.10.2014

Á 171.fundi nefndarinnar var óskað eftir því við tæknideild að hún myndi afla upplýsinga um hvernig staðið sé að því að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.
Á 172.fundi var lögð fram til kynningar skýrsla á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu ríkisins um útbreiðslu, varnir og nýtingu tegundanna.

Farið verður í að hefta útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í Fjallabyggð og hefst það vorið 2015.