Rekstraryfirlit júlí 2014

Málsnúmer 1409033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir sjö fyrstu mánuðina.

Rekstrarniðurstaða tímabils er 4,7 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -36,5 millj. miðað við -31,8 millj.
Tekjur eru 0,7 millj. lægri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 10,5 millj. hærri og fjárm.liðir 15,9 millj. lægri.

Bæjarstjóri lagði fram fyrstu drög að breytingu á launaáætlun fyrir árið 2014 en, ekki náðist að setja málið á dagskrá fyrir fund.
Bæjarráð ákvað að kynna sér gögnin til næsta fundar og verður málið tekið formlega á dagskrá undir máli nr. 1408064.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 12 millj. kr. sem er 105% af áætlun tímabilsins sem var 11,4 millj. kr.
Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 11,8 millj. kr. sem er 92% af áætlun tímabilsins sem var 12,7 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 61,7 millj. kr. sem er 93% af áætlun tímabilsins sem var 66,3 millj. kr.
Niðurstaða fyrir umhverfismál er 39 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 36 millj. kr.
Niðurstaða fyrir eignasjóð er -76 millj. kr. sem er 127% af áætlun tímabilsins sem var -59,9 millj. kr.
Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 13,5 millj. kr. sem er 85% af áætlun tímabilsins sem var 15,9 millj. kr.
Niðurstaða fyrir veitustofnun er -1,3 millj. kr. sem er -34% af áætlun tímabilsins sem var 3,8 millj. kr.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 02.10.2014

Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 133,7 millj. kr. sem er 100% af áætlun tímabilsins sem var 133,9 millj. kr.
Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 342,7 millj. kr. sem er 99% af áætlun tímabilsins sem var 345,1 millj. kr.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 61. fundur - 02.10.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir janúar til og með júlí 2014.
Rekstur hafnarsjóðs er í samræmi við áætlun ársins og tekjurnar hærri en áætlun gerir ráð fyrir. Ber að þakka þann árangur.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 06.10.2014

Niðurstaða fyrir félagsþjónustu 62,5 millj. sem er 109% af áætlun tímabilsins sem var 57,1 millj. kr.