Hindrun til að verja hús við Eyrarflöt 1,3 og 5 - Siglufirði

Málsnúmer 1409062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Lagt fram erindi húseiganda að Eyrarflöt 5 þar sem óskað er eftir því að útbúið verði einhvers konar hindrun til að verja húsin við Eyrarflöt 1,3 og 5 fyrir bílaumferð. Litlu hefur munað í umferðaróhöppum að bílar hafi lent á húsveggjum viðkomandi húsa.

Deildarstjóra tæknideildar er falið að koma með hugmyndir fyrir næsta fund að úrbótum. Nefndin leggur ríka áherslu á að Vegagerðin hefji framkvæmdir á hringtorgi við gatnamót Norðurtúns, Snorragötu og Langeyrarvegs. Framkvæmdin þolir enga bið þar sem þarna hafa orðið alvarleg umferðarslys.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 172. fundur - 08.10.2014

Nefndin felur tæknideild að ræða við Vegagerðina um úrbætur á öryggismálum vegna nálægðar Eyrarflatar 1,3 og 5 við þjóðveg í þéttbýli.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 176. fundur - 28.01.2015

Lögð var fram tillaga og kostnaðaráætlun fyrir hindrun til að verja hús við Eyrarflöt sem liggja við Langeyrarveg. Lagt er til að notast verði við hlaðið grjót í vírneti og er heildarkostnaður um 2 milljónir. Nefndin vísar því til bæjarráðs að farið verði í þessa framkvæmd strax í vor.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 378. fundur - 03.02.2015

Á 176.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var ákveðið að notast við hlaðið grjót í vírneti til að verja hús við Eyrarflöt sem liggja við Langeyrarveg. Áætlaður kostnaður er um 2 milljónir.
Nefndin vísaði því til bæjarráðs hvort farið yrði í þessa framkvæmd strax í vor.

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar og fór yfir málið.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við fulltrúa Vegagerðar um kostnaðarþátttöku í verkefninu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Bæjarráð samþykkir að fresta þessum lið þar til formleg svör hafa borist frá Vegagerð um kostnaðarþátttöku við uppsetningu hindrunar til að verja húsin við Eyrarflöt.