Fráveita Sveitarfélagsins - erindi frá Ramma hf. og Primex ehf.

Málsnúmer 1409053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 356. fundur - 23.09.2014

Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdarstjóra Ramma dags. 9. september. Bréfið er til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 171. fundur - 24.09.2014

Lagt fram erindi Ólafs Helga Marteinssonar fyrir hönd Ramma hf. og Primex ehf. þar sem krafist er að Fjallabyggð komi fráveitumálum í það horf að við verði unað.

Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með forráðamanni Ramma hf. um úrlausn á þessu erindi, jafnframt að fá upplýsingar um þær úrbætur sem óskað var eftir í bréfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra dagsett 5.7.2013.