Erindi vegna umferðaröryggis við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegs

Málsnúmer 2101063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 03.02.2021

Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur dagsett 25. janúar 2021 þar sem lýst er yfir áhyggjum af umferðaröryggi við syðri gatnamót Hlíðarvegar og Hólavegar. Þar er blint horn, vegurinn upp á Hólaveg er þröngur og engin gangstétt er fyrir gangandi vegfarendur.
Nefndin felur tæknideild að vinna að bættu umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 03.03.2021

Á fundi nefndarinnar þann 3. febrúar sl. var tæknideild falið að vinna að bættu umferðaröryggi á gatnamótum Hólavegar og Hlíðarvegar. Tillaga tæknideildar, sem fól í sér að banna innakstur við umrædd gatnamót, var kynnt íbúum og húseigendum Hólavegar 3-19. Tvær ábendingar bárust þar sem annars vegar var lagt til að gatan yrði einstefnugata til suðurs og hins vegar lagt til að innakstur yrði frekar bannaður við hinn enda götunnar, við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegar til norðurs þar sem sjónsvið ökumanns, þegar hann keyrir niður Hólaveg að syðri gatnamótunum, er verulega skert til beggja átta.
Ef götunni (Hólavegi 3-19) yrði breytt í einstefnugötu þá yrði aukning á umferð um þröng syðri gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegar og því samþykkir nefndin að áfram verði leyfð tvístefna í götunni. Þar sem sjónsvið ökumanns er ekki gott til hægri og vinstri þegar ekið er að umræddum gatnamótum frá Hólavegi er einnig samþykkt að þar verði stöðvunarskylda í stað biðskyldu. Nefndin samþykkir einnig að gangstétt verði lengd niður að gatnamótum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 05.10.2022

Tekið upp að nýju mál sem afgreitt var 3.3.2021 en hefur ekki enn komið til framkvæmdar þar sem samþykki lögreglustjóra liggur ekki fyrir.

Þar sem sjónsvið ökumanns sem keyrir niður Hólaveg í suðri að gatnamótum við Hlíðarveg er hvorki gott til hægri né vinstri var samþykkt að þar yrði stöðvunarskylda i stað biðskyldu. Einnig var samþykkt að innakstur við umrædd gatnamót, frá Hlíðaregi og inn á Hólaveg, væri bannaður en sú tillaga var grenndarkynnt íbúum á sínum tíma. Með því að banna innakstur skapast pláss til að framlengja núverandi gangstétt að gatnamótum og var það einnig samþykkt.
Samþykkt
Tæknideild falið að afla samþykkis lögreglustjóra Norðurlands eystra fyrir áður samþykktum breytingum á skiltum þ.e. að breyta biðskyldumerki í stöðvunarskyldu og merkja innakstur bannaður við umrædd gatnamót. Tæknideild er falið að koma með tillögu að tæknilegri útfærslu á framlengingu gangstéttar niður að Hlíðarvegi.