Yfirferð á sumarstörfum 2022

Málsnúmer 2209008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur - 07.09.2022

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar f.h. H-listans í Fjallabyggð þar sem óskað er eftir því að á næsta fundi nefndarinnar verði lagt fram minnisblað um það hvernig til tókst í sumar með vinnuskólann, garðslátt og almenna snyrtingu á opnum svæðum i sveitarfélaginu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Varðandi störf vinnuskólans sumarið 2022 vísar nefndin í bókun 114. fundar fræðslu- og frístundanefndar þann 5.september sl. en felur deildarstjóra tæknideildar að vinna minnisblað í samvinnu við bæjarverkstjóra er varðar garðslátt, tækjakost og almenna snyrtingu á opnum svæðum sumarið 2022, fyrir næsta fund.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 05.10.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags.3.10.2022 þar sem farið er yfir sumarstörf á vegum sveitarfélagsins árið 2022, garðslátt, tækjakost og almenna snyrtingu á opnum svæðum.
Nefndin þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og yfirferð á því og þakkar einnig sumarstarfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf 2022.