Umsókn um leyfi til breytinga á kajakgeymslu og umhverfi hennar við Innri höfn á Siglufirði

Málsnúmer 2210002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 05.10.2022

Lagt fram erindi Laken-Louise Hives og Thomas Michael Hoyland þar sem þau óska eftir viðbrögðum sveitarfélagsins vegna hugmynda þeirra að breytingum og uppbyggingu aðstöðugáms fyrir kajak og vatnaíþróttir sem staðsettur er við grjótgarð innri hafnar á Siglufirði.
Nefndin getur ekki tekið efnislega afstöðu til fyrirspurnarinnar þar sem aðstöðugámurinn og rekstur er enn í eigu þriðja aðila en bendir á að æskilegt sé að varanleg uppbygging eigi sér stað innan skipulagðra lóðarmarka. Nefndin óskar gjarnan eftir nýju erindi frá verðandi eigendum þegar eignaskipti hafa farið fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 298. fundur - 03.05.2023

Á fund nefndarinnar mætti forsvarskona Sigló Sea ehf. og kynnti framtíðaráform fyrirtækisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar Laken fyrir góða kynningu og óskar Sigló Sea góðs gengis með uppbyggingu fyrirtækisins. Tæknideild falið að aðstoða fyrirtækið í samræmi við umræður á fundinum.