Umsókn um lóðir - Malarvöllur 1-6 Siglufirði

Málsnúmer 2209040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 05.10.2022

Lögð fram umsókn dagsett 21.9.2022 þar sem Verkstjórn ehf. sækir um fjölbýlishúsalóðir nr. 1,2,3,4,5 og 6 við Malarvöll á Sigufirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðanna fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 888. fundur - 27.08.2025

Við fyrirhugaða afhendingu á þremur íbúðum Fjallabyggðar við Vallarbraut kemur í ljós að veðum sem aflétta átti af íbúðunum í síðasta lagi þann 1. september 2024 var ekki aflétt og því ekki fylgt eftir þegar veðum átti að aflétta er greitt var í samræmi við kaupsamning.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Á íbúðunum hvíla veðbönd í eigu HMS og er bæjarstjóra falið, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að leita leiða til lausnar þannig að hægt sé að aflétta veðböndum.

Bæjarráð harmar að ekki hafi verið betur staðið að málum þegar aflétta átti veðum og leggur áherslu á að komi til frekari framkvæmda í þessa veru muni löggilt fasteignasala sjá um að gæta hagsmuna Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á framvinda þessa máls hafi ekki áhrif á aðra hugsanlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu í samstarfi við HMS t.d. á Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 890. fundur - 18.09.2025

Fyrir liggur samantekt frá lögmanni Fjallabyggðar á stöðu mála varðandi uppgjör og afhendingu íbúða við Vallarbraut á Siglufirði.
Samþykkt
Í ljósi ósamræmis á milli kaupsamningsgreiðslna og greiðslu á þann hluta tryggingabréfs sem hvílir á íbúðunum samþykkir bæjarráð með 3 atkvæðum að um frekari greiðslur frá Fjallabyggð verði ekki að ræða vegna íbúðanna. Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að beita þeim úrræðum sem tæk eru til þess að gæta hagsmuna Fjallabyggðar í hvívetna.