Hafnarstjórn Fjallabyggðar

34. fundur 07. september 2011 kl. 17:00 - 17:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Sveinn Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Innleiðing á tilskipun 2005/65/EB hjá íslenskum höfnum

Málsnúmer 1107096Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/65/EB um að efla hafnarvernd, en sú tilskipun var innleidd inn í íslensk lög með lögum nr. 18/2007, sem er breyting á lögum um siglingavernd nr. 50/2004. Reglugerð um framkvæmd siglingaverndar nr. 265/2008 inniheldur meginatriði tilskipunar 2005/65/EB.


Í samræmi við framantalið hefur Siglingastofnun Íslands ákveðið að gera þurfi heildaráhættumat fyrir allar hafnir á Íslandi sem eru með vottun um að ein eða fleiri hafnaraðstöður uppfylli kröfur um siglingavernd (Statement of Compliance of a Port Facility).
Heildaráhættumatið skal a.m.k. ná yfir það svæði sem fellur undir höfnina samkvæmt hafnarreglugerð viðkomandi hafnar og mörk hafnarinnar með tilliti til siglingaverndar skulu svo ákvörðuð út frá því.  Með fyrirvara um niðurstöður áhættumats skal einnig gera heildarverndaráætlun fyrir hverja höfn.

 

Gerð áhættumats og afmörkun hafnarinnar skal vera lokið og niðurstöður þar um sendar til Siglingastofnunar eigi síðar en 1. nóvember 2011.

Hafnarstjórn felur yfirhafnaverði og hafnarstjóra að leggja slíkar tillögur fram fyrir tilskildan tíma.

 

2.Sjávarútvegssýningin 22-24. september

Málsnúmer 1106118Vakta málsnúmer

Sjávarútvegssýning verður haldin frá 22. til 24. september n.k. í Smáranum í Kópavogi.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til að taka þátt í sýningunni að þessu sinni. Bæjarráð bendir á að verið sé að vinna að markaðsátaki hafnarinnar - verkefnið kallast hafnsækin starfsemi og verður sú niðurstaða notuð í markaðssetningu hafnarinnar á næstu árum.
Hafnarstjóra er falið að láta fyrrum samstarfsaðila að sýningunni vita af niðurstöðu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.


3.Sjóvarnarskýrsla

Málsnúmer 1107056Vakta málsnúmer

Siglingastofnun hefur tekið saman yfirlitsskýrslu um sjóvarnir 2011. Skýrslan er tekin saman í tengslum við endurskoðun samgönguáætlunar sem nú stendur yfir.

Fram kemur í skýrslunni að Siglunes er til sérstakrar skoðunar.

Lagt fram til kynningar.

 

4.Tilboð í verkið "Ólafsfjörður,viðhaldsdýpkun 2011"

Málsnúmer 1107024Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur og verkfundargerð frá 1. september, en samningurinn er að upphæð kr. 31.922.000,- við Jóhann Garðar Jóhannsson f.h. Björgunar ehf. sem var undirritaður 31. ágúst 2011.
Verkáætlunin gerir ráð fyrir að dýpkun verði lokið 1. október 2011.


Lagt fram til kynningar og er framkvæmdunum fagnað en áætlaður kostnaður bæjarfélagsins eða hafnarsjóðs er um 6 m.kr.

 

 

5.Heildaráhættumat fyrir hafnir

Málsnúmer 1108057Vakta málsnúmer

Sjá 1. dagskrárlið mál nr. 1107096.

6.Framkvæmdafé - Vesturgarður og sandfangari

Málsnúmer 1108078Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Siglingastofnun um innihald bréfs frá Innanríkisráðuneytinu, þar sem kemur fram að Fjallabyggð hafi fengið framlag til viðgerða á sandfangara og Vesturgarði að upphæð 18.0 m.kr.

Hlutur hafnarsjóðs er 6.0 m.k. en heildarframkvæmdarkostnaður er því um 24 m.kr.

Ráðist verður í lagfæringar á Vesturgarði og er hlutur bæjarfélagsins um 1300 þúsund og er tekið af viðhaldsfé.

Sandfangarinn verður unninn á næsta ári og er framlag bæjarfélagsins um 4.5 m.kr. og verður tekið inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

Hafnarstjórn leggur til að ráðist verði í umræddar framkvæmdir í samræmi við framkomnar væntingar og áætlanir Siglingastofnunar.

Samþykkt samhljóða.

 

7.Gjaldtaka hafna

Málsnúmer 1108075Vakta málsnúmer

Nokkur umræða varð um gjaldtöku og að fullt samræmi sé í gjaldtöku á milli hafna.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að gjaldtaka sé eins á báðum höfnum.

8.Hafnarsvæði á Siglufirði - viðhald

Málsnúmer 1108074Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn leggur áherslu á að eftirtaldar framkvæmdir verði teknar í fjárhagsáætlun næsta árs.

1. Bílastæði við hafnarsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði við vigtina.

 

Hafnarstjórn leggur áherslu á að neðanrituðum verkefnum verði lokið fyrir vetrarbyrjun.

1. Framkvæmdum við trébryggju verði hraðað. Hafnarstjóri lagði fram bréf frá Siglingastofnun þar sem fram kemur að

Kristjáni Helgasyni hafi verið falið verkefnið.

2. Málun á vigtarhúsum.

3. Kranar og masturshús verði máluð.

4. Lagfæringar á malbiki á hafnarsvæði og að fiskmarkaði.

5. Lagfæringar á stigum.

6. Lagfæringar á landgangi að flotbryggjum.

 

Samþykkt samhljóða.

9.Hafnarsvæðið á Siglufirði - stækkun

Málsnúmer 1108073Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af skipulagi hafnarsvæða á Siglufirði.

Hafnarstjórn óskar eftir að fulltrúi Siglingastofnunar og skipulagshöfundar mæti á næsta fundi hafnarstjórnar til að fara yfir skipulag hafnarinnar.

10.Fundur deildarstjóra 15. ágúst 2011

Málsnúmer 1108081Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð deildarstjóra frá 15. ágúst s.l.

11.Vettvangsferð í Ólafsfirði í fylgd Þorbjarnar Sigurðssonar

Málsnúmer 1108071Vakta málsnúmer

Vettvangsferð með Þorbirni Sigurðssyni.

Fundi slitið - kl. 17:00.