Innleiðing á tilskipun 2005/65/EB hjá íslenskum höfnum

Málsnúmer 1107096

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 34. fundur - 07.09.2011

Lagt fram til kynningar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/65/EB um að efla hafnarvernd, en sú tilskipun var innleidd inn í íslensk lög með lögum nr. 18/2007, sem er breyting á lögum um siglingavernd nr. 50/2004. Reglugerð um framkvæmd siglingaverndar nr. 265/2008 inniheldur meginatriði tilskipunar 2005/65/EB.


Í samræmi við framantalið hefur Siglingastofnun Íslands ákveðið að gera þurfi heildaráhættumat fyrir allar hafnir á Íslandi sem eru með vottun um að ein eða fleiri hafnaraðstöður uppfylli kröfur um siglingavernd (Statement of Compliance of a Port Facility).
Heildaráhættumatið skal a.m.k. ná yfir það svæði sem fellur undir höfnina samkvæmt hafnarreglugerð viðkomandi hafnar og mörk hafnarinnar með tilliti til siglingaverndar skulu svo ákvörðuð út frá því.  Með fyrirvara um niðurstöður áhættumats skal einnig gera heildarverndaráætlun fyrir hverja höfn.

 

Gerð áhættumats og afmörkun hafnarinnar skal vera lokið og niðurstöður þar um sendar til Siglingastofnunar eigi síðar en 1. nóvember 2011.

Hafnarstjórn felur yfirhafnaverði og hafnarstjóra að leggja slíkar tillögur fram fyrir tilskildan tíma.